Svona forrit eru yfirleitt kölluð DAW, eða Digital Audio Workstation.
Garage Band er reyndar furðu öflugt forrit og það besta sem þú færð fyrir engann pening á makkanum. Hins vegar eru sterkustu hliðar þess sennilega í hefðbundari tónlist, popp, rokk og aukústík músík.
Besta forritið fyrir byrjendur er svo Reason, en það er ekkert ódýrt, kostar 500$.
Í þínum sporum myndi ég pæla minst í því hvort að forritið sé nýliðavænt, frekar velja eitthvað sem þú heldur að henti þér og sökkva þér ofan í það.
Ef þú villt aðeins dýrara og betra þá er eitt vinsælasta forritið í raftónlistarframleiðslu í dag Ableton Live. Ef þú ert skráður í skóla geturðu fengið það á talsvert niðursettu verði, 269$ fyrir forritið og 419$ fyrir allann pakkann. Ég fékk mitt Live þannig og er rosa sáttur. Létta útgáfan af Logic frá Apple er líka frábær pakki og kostar 20.000 kr. út úr búð í apple umboðinu.
Þú getur fengið ableton live LE (6 eða 7) frítt með allskonar græjum, hljóðkortum og þvílíkt (ég fékk það gefinst með 14.000 kr. mídíkontróller), kannski er einhver í kringum þig sem lumar á þannig disk sem hann er ekki að nota.
Það eru nokkrir sem ég þekki sem mæla með EnergyXT, þeir gefa strípaða útgáfu af forritinu með hverju eintaki af Computer Music, (fullt af örðru fínu fríu dóti á disknum með blaðinu yfirleitt), svo kostar full version bara 59 evrur.
Eina svona græjan sem ég veit til þess að sé frí er Reaper fyrir Windows, og meira að segja þar er ætlast til þess að þú borgir fyrir græjuna þegar þú ert farinn að nota hana eitthvað af viti.
Svo er til eitt open source DAW, veit ekki hversu gott það er en einhverjir eru byrjaðir að nota það. Það heitir Ardour, getur sótt það á heimasíðunni þeirra:
http://ardour.org/