Mig langar að taka upp það sem ég spila á microKORG-inn minn og fikta í því í tölvunni. Ég væri til í að loopa hljóð og fleira :-/ Ég á midi-í-tölvu en ég er mest að pæla í sniðugu forriti sem einhver getur mælt með. Ég hef notað FL studio en það hentar mér bara ekki alveg.
Bætt við 29. júní 2009 - 20:37
Ég er annars búinn að finna eitt svalt forrit sem heitir Ableton Live. Hefur einhver notað það?