Þá býst ég við með lyklaborði? Ef rack synti kemur til greina á ég Yamaha TG-77 hlunk sem ég var að reyna að gera við. Var búinn að splæsa í nýjann skjá, koma honum fyrir og allt en svo virtist það bara ekki vera vandamálið með hann. Þannig að ef þú ert að leita að einhverju til að gera upp, þá er þessi góður kostur. Ef þú kæmir honum í lag værirðu með gríðarlega öflugann FM synta. Ég er búinn að eyða ca. 20 þúsund kr í hann (keypti hann á ebay, keypti svo skjá í hann sem kostaði það sama og syntinn svo ekki sé minnst á tollinn). Þar sem ég er að reyna að losna við alla þungu hlutina mína og treysti mér ekki alveg í af klára viðgerðina á þessum getur hann farið einmitt á undir 5000…