Sál? Þið vitið að þið eruð að tala um kassa með rafrásum. Þessi breytileiki sem þið talið um er það sem kallast óáreiðanleiki. Og það er alltaf hægt að líkja eftir þessu, maður þarf bara að kunna réttu leiðina. Það er ekki nóg að einfaldlega multisampla. Það þarf að gera ráð fyrir óáreiðanleikanum líka.
Þetta er voða einfalt mál. Þetta eru rafrásir sem setja saman synthesuna á bakvið hljóðin, filtera og allt annað í græjunni. Það er allt byggt á ákveðnum reglum og, svei mér þá, stærðfræði og það eru jafnvel nokkur 0100101 í forritanlegum kubbum.
Í raun er hægt að smíða emulator í max/msp og þá heldur maður óáreiðanleikanum. Ég hef gert trommusynta þar (þó ég hafi ekki verið að reyna að líkja eftir neinum hardware gaur), það var ekki mikið mál.
Kannski að þessir hafi náð því, ég veit ekki:
http://audiorealism.se/adm/adm_announcement.htm Þeir líkja víst sem best þeir geta eftir rafrásum 808 (í “ófullkomnu” stafrænu formi) og fleiri trommuheila. Ég hef ekki prófað, hlustaði bara á samanburðinn… Auðvitað ekki 100%, en án þess að heyra upprunalega gaurinn borinn saman við, mynduð þið þekkja muninn beint úr kassanum?
…og dæmið með að þykjast heyra mun á analog og digital. Tvö orð: æji, plís! Jafnvel þrautreyndir raftónlistarmenn sem hafa verið að gera raftónlist áratugum saman játa að þeir heyri ekki mun þegar upplausnin er nógu há. Ég skal alveg játa að í 44.1 kHz og niður heyrir maður muninn, en mikið ofar en það er bara handan við heyrnarsvið mannskepnunnar.
En nóg komið af þessu. Ég væri sjálfur svo sem alveg til í að fikta í 808. Það er auðvitað alltaf annað feel að vinna á hardware en software. Mér þykir það bara ekki hljóma það öðruvísi að ég spandera 150.000 kalli í eitthvað sem ég hef tól til að gera fyrir…
Fjandinn, ég er farinn að röfla aftur… Það var aldrei meiningin hjá mér. Vildi bara meina að það þarf ekki dýrar, cult græjur til að gera góða hluti. Það er alltaf til ódýrari leið sem þarf heldur ekki að hljóma verr.