Til sölu aftur: Fullt!Ég var búinn að setja þetta á sölu fyrir nokkru og geri það aftur núna, þar sem þetta er drukknað í fleiri sölupóstum.
Yamaha FX500
http://guitargeek.com/gearview/901/
Skemmtilegt effektatæki sem ég er pínu tregur við að losna við eftir að hafa komist að því að Slowdive notúðu eitt svona. Kemur með breytanlegum straumbreyti. Alveg í fantafínu ástandi og meira að segja nýlega búið að fríska upp á tengin aftan á, en það var pínu sambandsleysi í þeim. Effektarnir eru þrusufínir, reverbið gott, óhugnarlega mikið distortion ef maður vill það, flanger, chorus, delay (furðuleg sem og straight forward), etc. Það eru fullt af góðum presettum á þessu, bæði eðlilegum og stórfurðulegum, og auðvelt að gera ný.
Hvað finnst fólki?:
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/Yamaha/FX500/10/1
Ég er opinn fyrir tilboðum, en ég er samt ekki viss hvort ég vilji láta hann fara. Kannski ef það kemur gott tilboð.
Yamaha TG55
http://www.sonicstate.com/synth/tg55.cfm
Þennann keypti ég bara fyrir mjög stuttu síðan, en hef aldrei nýtt mér hann. Ég hef bara verið upptekinn við hljóðhönnunn inní tölvunni að ég hef ekkert einblínt á utanáliggjandi synta. Góður racksynthi samt, sérstaklega fyrir góð 80's hljóð.
Hvað segir liðið?
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Keyboard+And+MIDI/product/Yamaha/TG-55/10/1
Komið bara með tilboð ef þið hafið áhuga.
Ensoniq SQ2
http://www.sonicstate.com/synth/sq1.cfm
Þessi hefur fylgt mér í ein 15 ár, og held ég að það sé kominn tími til að sleppa takinu. ég nota hann aðallega bara sem MIDI hljómborð þessa daganna, sem er synd af því að hann er með gríðarlega fína möguleika í hljóðhönnun. Það er líka hægt að taka upp heilu syntalögin á honum. Hann er með ansi sannfærandi trommusánd, gott píanósánd og fullt af alls konar weirdo hljóðum. Það eru tveir lyklar á hljómborðinu brotnir, en þó ekki það mikið að ekki sé hægt að nota þá.
Fínir dómar:
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Keyboard+And+MIDI/product/Ensoniq/SQ2/10/1
Tilboð, einhver?
MicroKorg
Það þarf varla að pósta link á þennann, það kannast allir við hann. Þetta er sá gamli góði, ekki nýja týpan. Hann hefur nýst mér vel, en eins og ég segi hef ég lítið verið að nota utanáliggjandi synta uppá síðkastið. Það er samt smá tregi hjá mér að láta hann fara, að sjálfsögðu, en kannski fyrir rétt tilboð.
Svo á ég líka 3 Hank trommur, ef einhver hefur áhuga. Sjá hank trommurnar in action:
http://vimeo.com/946959
Meira um Hank trommur:
http://www.oddmusic.com/gallery/hank-drum.html
Afar spes og skemmtilegar trommur. Það er varla að ég vuilji losna við þær og endar jafnvel með því að ég geri fleiri… Þær hafa einnig tvo piezo nema sem nema mismunandi tíðnisvið og þá tvo jack útganga, svo að hægt er að tengja beint í mixer eða magnara eða hvað sem er…
Hafiði samband ef einhver hefur áhuga, helst email á 7oi@7oi.org