Ég hef undir höndunum eitt sjaldséð stykki af syntha, hinum víðfræga monophonic Korg Prophecy.

Hann er með digital-tækni sem líkir eftir hinni classísku analog tækni og er mjög auðvelt að nota hann sem MIDI-controler. Í honum geturu stýrt öllum þessum klassísku real-time effectum sem hafa áður bara fundist í analog synthum, s.s. cutoff, resonance, envelopes og arpeggios. Hann er mest notaður í Drum n' Bass tónlist og harðari raftónlist en er einnig sá synthi sem Radiohead hafa sem lengst notað live. Hann er þó kannski frægastur sem synthinn í hittaranum Firestarter með Prodigy.
Drulluskemmtilegt kvikyndi.

Ég var hinsvegar að velta fyrir mér hvort einhver myndi íhuga skipti á ekta analog Syntha, hverskyns effectum (sérstaklega heitur fyrir Digitech Space-station), retro trommuheila, eða bara hverju sem er. (allt frá fingra-marimbu upp í Rhodes)

Hann er metinn á $1.000 á Vintage-synth síðunni en ég er aldrei að fara óska eftir einhverju svo verðmiklu í skiptum fyrir hann, svo endilega reynið að næla ykkur í þetta gæða eintak á spottprís

Meira um hann:
Hljóðdemo:
http://www.vintagesynth.com/audio/prophecy.mp3
Allt um hann:
http://www.vintagesynth.com/korg/prph.shtml
Video af honum “in action”:
http://www.youtube.com/watch?v=GcWIuGYG4io
Firestarter með Prodigy:
http://www.youtube.com/watch?v=syQoQ4BMagA&feature=related
Mynd:
http://www.vintagesynth.com/korg/prophecy.jpg

Hafið samband hér eða í einkaskilaboðum eða á skeli13@gmail.com, eða hringið ef þið viljið fá að prófa eða eruð með einhverjar frekari spurningar 865-1723
svona er það bara