Ég skelli þessu bæði undir forritun og hér þar sem þetta snertir að mínu mati á báðum áhugamálum.
Þannig er það nú að það er nokkuð góð gomma af syrpum í syrpudálknum á techno.is.. og er ég mjög stoltur af henni. Hinsvegar er miklu meira til sem enginn hefur einfaldlega nennt að drasla þarna inn. Ég sótti sem dæmi essential mixin frá BBC Radio 1 eins og þau leggja sig frá ‘94-’08 en það er einfaldlega svo mikið vesen að dúndra þeim inní þetta joomla vefumsjónarkerfi sem við erum með að ég nenni því ekki. Einnig eru þarna eitthverjar 147 A State of Trance syrpur frá Armin van Buuren..
verkefnið snýst semsagt um að forrita síðu með fítus sem kann að lesa id3 tags (ýmis version, 2.2-2.4 aðallega sennilega). Hann á að lesa úr directory tréinu okkar og þannig væru flokkar og undirflokkar stjórnaðir af möppum. Hann þarf að sýna arbitrary fjölda af dálkum með upplýsingum úr id3 tags á skráunum og það þarf að vera hægt að flokka skrárnar eftir dálkunum sínum.
Sem dæmi væri hægt að flokka þá innihald möppu eftir stærð skránna, hvenær þeim var bætt við í möppuna, hver artist er og þar fram eftir götunum..
í boði væru boðsmiðar á eitthverja tónleika techno.is
auðvitað ef það er til eitthver skotheld svona lausn nú þegar sem kostar lítið eða ekkert og ég er bara svona slappur googlari þá væri það vel þegið líka :)
áhugasamir hafi samband við undirritaðan (gunni@techno.is email/msn)