Sælir,

vonast til að einhver ykkar snjöllu hugara geta bent mér í rétta átt, ég var að hlusta á útvarpið um daginn og var með stillt á Flass FM, hlusta ekki vanalega á þessa rás en allavega þá byrjuðu þeir að spila alveg klikkað flott remix af Prodigy - Breathe og ég hef verið að leita að því alveg síðan, það eina sem ég hef fundið sem líkist því er þetta hérna :

http://www.youtube.com/watch?v=owYqwlgxVIU

Allavega mjög svipaður bassi og taktur í laginu en þetta er ekki nákvæmlega það sama.

Any ideas ?
Dopi