Miditengi er ekkert nauðsynlegt, það fer bara eftir því í hvað þú ætlar að nota synthann.
Ef þú ætlar að spila á hann eins og hann er þá þarftu ekki midi, afturámóti ef þú vilt tengja hann við aðra syntha og blanda saman hljóðinu úr junoinum við hljóðin úr þeim þá er miditengi málið.
Sömuleiðis þarftu ekki midi ef þú ætlar að taka upp það sem þú spilar á þessum syntha en ef þú vilt láta tölvu keyra hann, td að forrita melódíur í tölvu og láta hana spila á synthann þá þarf midi.
Annars minnir mig að þetta sé alveg drullufínn synthi, til hamingju barasta! :)
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.