Ef þú ætlar að búa til raftónlist þá mæli ég með þessu:
- Ableton Live
- Logic (bara á mac)
- FL Studio (sennilega einfaldasta forritið)
- Reason
Ef þú ætlar að mixa saman lög eins og plötusnúðar gera þá mæli ég með:
- Ableton Live (fólkið en öflugt)
- Traktor Studio (nýjasta útgáfan er 3.3 minnir mig)
- Virtual DJ
Málið er bara það að þegar kemur að svona hljóðvinnslu þá er ekkert auðvelt. Þetta er bara eitthvað sem tekur fokklangan tíma að læra og melta. Ég mæli samt með að byrja á að leika þér að mixa saman lög, þar lærirðu uppbygginguna á lögonum, hvernig beatstúktúrinn er ásamt fullt af öðru. Ég mæli persónulega með að hoppa bara útí djúpulaugina og redda þér Ableton Live því að í því forriti geturðu mixað og búið til lög.