Mér finnast Sennheiser HD-25 mjög góð til að dj'a með, með þeim allra bestu. Mér finnast Sony MDR-V700 líka mjög góð, í raun ekkert verri.
Þegar kemur að því að sitja heima og hlusta á tónlist, og þá sérstaklega við hljóðvinnslu, finnast mér Sony MDR-V700 miklu betri en Sennheiser HD-25. Ástæðan er einfaldlega sú að mér finnast HD-25 ýkja ákveðnar tíðnir of mikið (og þá lítið hægt að treysta á þau í hljóðvinnslu).
Ég hef prófað báðar gerðir mjög mikið og lesið mikið af samanburðargreinum. Flestir eru sammála um að það sé í raun þægilegra að dj'a sem HD-25, útaf hvernig þau ýkja tíðnir (sem nýtist vel í þeim hávaða sem maður er að vinna í þegar maður er að dj'a), á meðan þú færð mun ‘réttara’ sánd úr MDR-V700. Sennheiser HD-280 henta skilst mér samt betur en bæði fyrrgreind fyrir hljóðvinnslu og eru einnig ódýrari, veit samt ekki hversu vel þau henta fyrir dj'a.
Þar sem ég þurfti headphone sem gæti allt þrennt (s.s. fyrir dj'ing, hljóðvinnslu og heimahlustun) keypti ég Sony MDR-V700.