Eina ástæðan sem ég myndi nefna fyrir að nota ekki Reason væri sú að ég held að það sé ekki hægt að taka upp hljóð sem ekki eru búin til í því forriti og nota þau innan þess, tildæmis að taka upp söng eða umhverfishljóð, gítara osfrv, ég held að Reason sé algjörlega “lokað” umherfi, þeas að þú getir eingöngu notað það sem er í forritinu til að búa til mússik í því, ekki þar fyrir að það er alveg djöfuls hellingur af fíneríi í Reason en bara ekki hægt að bæta við það sem er í því tiltekna umhverfi.
Bætt við 4. október 2007 - 22:49
Ég nota hugbúnað sem heitir Live frá Ableton í svona 90% af öllu sem ég geri, inn í það tek ég upp gítara, bassa, raddir, hljómborð osfrv, eins hengi ég utan í það forrit allskonar hugbúnaðarsyntha.
Tékkaðu á forriti sem heitir Rebirth, það á að vera hægt að fá það ókeypis á netinu núna og eins er til frekar frumstætt fyrirbæri sem heitir Audiomulch sem er hægt að fá ókeypis á netinu en það forrit læsist held ég eftir mánuð til 90 daga eftir því hvar þú finnur það og þá þarftu að borga fyrir að láta opna það fyrir þig, mér finnst Audiomulch alveg gríðarlega skemmtilegt forrit til að smíða tónlist í því það kemur svo allt öðruvísi tónlist út ef ég nota það heldur en ef ég nota td Reason eða Acid.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.