Ég held að þeir séu fullbókaðir í Allive 2007 túrnum þannig að ég efast um það.
En þú getur nú skellt þér til london í næsta mánuði. Eða á tónleika hjá þeim í Amsterdam, Berlín eða París. Kostar kanski 15.000 aukalega en þú getur bara gert góða sumarferð úr þessu. Ferðast um evrópu og skellt þér á Daft Punk í leiðinni..
En svo til að svara hinni spurningu þá held ég já að Daft Punk hafi komið hér og spilað á Nasa. En það var samt ekki the complete Daft Punk experience. Meira svona lítið útibú af því hvernig tónleikar þeirra eru.
Svo hefur Thomas Bangalter komið hér nokkrum sinnum skilst mér. Stundum undir merkinu Stardust og stundum bara sjálfur að DJa.
Thomas Bangelter kom hingað til lands fyrr í vetur og var dj á kvöldi á NASA. Var ekkert sérstakt Daft Punk. Hann kom til að kynna myndina þeirra Electroma .
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..