ég held að það sé alveg ofboðslega þurrt nám, að borga hundruði þúsunda fyrir að láta einhverja apa kenna sér á þessi forrit… kannski ef þú ætlar þér að verða professional upptökumaður og þarft að hafa menntun/gráðu til að fá vinnu, en fyrir heimanotendur sem eru að semja electro þá er þetta örugglega ekki staðurinn (hef nú ekki heyrt neitt dúndrandi techno koma frá Þorvaldi Bjarna :P … kannski ef þú ætlar að semja júróvisjon lag eða eitthvað :)
Ég veit ekki um einn einasta “frægan” producer sem hefur stundað nám í “music production”, slíkt er oftast bundið við hljóðupptöku, en ekki framleiðslu tónlistar.
Mæli með Reason í byrjun, það er rosalega góður pakki til að læra á. Þegar þú opnar þetta forrit í fyrsta sinn þá vakna milljón spurningar, hvernig virkar þetta allt? það er þitt verk að finna svörin, og þegar þú getur svarað öllum spurningunum sem þú hefur, þá ertu orðinn góður tónlistarmaður.
Einnig er hægt að finna “flest”allt sem þú þarft ókeypis og löglega á netinu.
Ef þú hefur enga tónlistarmenntun og enga tónfræðimenntun (veist ekki muninn á dúr og moll, eða þekkir ekki hugtkök eins og hljómur, hrynjandi, tónbilm áttund o.s.frv.) mæli ég með að lesa um “music theory”. Það útskýrir hvað nótur eru og hvernig þær passa saman, af hverju sumt hljómar vel og annað ekki.
…og öll svörin sem þú munt þurfa eru á netinu, þú þarft bara að finna þau
Þrjú góð ráð sem ég gef öllum
1. Þú lærir með því að prófa þig áfram - fiktaðu í öllum tökkum, rífðu allt í sundur og skoðaðu. Það er ekki eins og þú sért að fikta við atómsprengju :)
2. LESTU LEIÐARVÍSINN!!! Get ekki stressað þetta nóg. Þetta er ekki eins leiðarvísirinn með sjónvarpinu þínu, þetta eru flókin tæki, og þú verður að kunna á þau til að geta notað þau rétt!!!
3. Ef þú veist ekki hvað hluturinn gerir, þá hefurðu ekkert með hann að gera - Ekki kaupa þér rándýra mixera og drasl ef þú veist ekki hvernig á að hagnýta þá til hins ýtrasta. Ekki kaupa dót bara af því að einhver annar notar það eða sagði þér að gera það. Þetta getur verið dýrt hobbý, ekki eyða peningum í vitleysu.
nokkrar góðar síður:
http://www.musictheory.net/ - Music theory, tónfræði
http://www.tweakheadz.com/guide.htm - Guide um græjur og tækni
http://en.wikipedia.org/wiki/Synthesizer - Hljóðgervilinn, leynivopn raftónlistarmanna (sem almenningur virðist ekki þekkja)
http://en.wikipedia.org/ - Finnur ALLT hérna
ef þú hefur spurning ekki hika að senda mér skilaboð, ég hef gaman að því að hjálpa fólki með tónlist :) Þú mátt spurja mig um allt… nema hvar er best að downloada ólöglegum hugbúnaði :)