ég held að remix krefjist ávallt að það sé til eitthvert upphaflegt lag, ekki satt? :)
Þessi lög er að finna á breiðskífum Röyksopp, Melody A.M. og The Understanding… Persónulega finnst mér Melody AM alger snilld, en seinni diskurinn ekkert allt of góður, það eru samt nokkur góð lög á honum.
Þetta eru mjög mismunandi diskar, fyrri diskurinn er rosalega tilraunagjarn og öðruvísi en flest annað sem ég hef heyrt, seinni diskurinn er tilraun til þess að gera eitthvað mainstream, popplög fyrir tólf ára stelpur í flestum tilvikum… :S seinni helmingur disksins er samt mikið betri (Alpha Male, Someone like Me, What else is there)