<html>
<P>Jæja kæru ofurhugar; enn á ný er
kominn tími til að gleðjast. Eftir alveg
hreint ótrúlega velgengni hinnar
stórgóðu ‘Atli & Leó í
Undralandi’, eru félagarnir stoltir af því
að kynna næsta verk í þessari
sumartrílógíu: ‘Rósavín
& Raftónlist’.</P>
<P><FONT style=“BACKGROUND-COLOR:
#ffffff”>Þemað er hið sama: Þeir
safna saman mest allri tónlist sem þeim hefur
tekist að semja síðan fyrsta júlí,
raða saman og gefa ykkur kost á að heyra
nákvæmlega hvað fer fram í
svefnherbergjum drengjanna. Þetta er svona
í anda raunveruleikasjónvarps, nema
hérna er um að ræða
raunveraleikatónlist.</FONT></P>
<P><FONT style=“BACKGROUND-COLOR: #ffffff”>Platan
inniheldur 13 lög, sum fullunninn en önnur
á hugmyndastigi. Sem fyrr er ykkur gefinn
kostur á að ‘taka lögin í ykkar hendur’
og gera hvað sem ykkur lystir með þau.
Þá er endilega að hafa samband við
okkur og við sjáum ykkur fyrir skjölum
eða öðru slíku sem þið
kunnið að þurfa til verksins.
Fjölbreytnin ræður einnig ríkjum einsog
síðast, og milli brjálæðislegrar
danskeyrslu og þýðra umhverfistóna
má heyra í pönkskotnum trommuleik og
villtum gítar.</FONT></P>
<P><FONT style=“BACKGROUND-COLOR: #ffffff”>Allir
áhugamenn um tónlist eru hvattir til að
kynna sér þessa einstöku plötu, og
þeir sem ekki hafa nælt sér í ‘Atla
& Leó í Undralandi’ ættu að
kíkja í 12 tóna, þar eru víst
örfá eintök eftir.</FONT></P>
<P><FONT style=“BACKGROUND-COLOR: #ffffff”>Annars
kostar ‘Rósavín & Raftónlist’ 500
krónur og fæst í Hljómalind og 12
tónum frá og með deginum í dag
(12. júlí).</FONT></P></html