…að auðvelt væri fyrir fólk að vita hvaða kafla í laginu ég er að tala um.
…að lagið sé mjög vinsælt/þekkt til að allir viti nú hvaða lag þetta er og til að virða skoðanir fjöldans sem mest á því hvaða lög eru “snilld”.
…að það sé nógu auðvelt fyrir mig að framkvæma þetta :)
þar sem ég kann ekki fræðiheiti á öllum hlutum, og til að auðvelda aðeins fyrir fólki að skilja hvað ég er að tala um:
bar: 16 taktar, eða kafli í lagi.
intro: jú, byrjun lags, í vinsælum lögum er þetta oft kynning á því sem koma skal(það ku jú virka ansi vel fyrir markaðinn).
verse: söng/ljóða hluti lagsins.
bridge: uppbygging lagsins fyrir hápunktinn sem er yfirleytt…
chorus: viðlag, yfirleytt hápunktur lagsins.
tunnel: svona eins og öfugt við bridge ;) sér kafli þar sem lagið kemur niður úr chorusnum.
——————————————
jæja, fyrsta lagið sem ég skoðaði er með þeirri ágætu hljómsveit nirvana, mér finnst þetta vera svo langt frá því að vera þeirra besta lag og tæpt á því að mér finnist það einusinni skemmtilegt.
smells like teen spirit:
#bars
1 : intro, herma af chorus (bara gítar og trommurnar koma inn)
2 : chorus, án söngs
——–
1 : verse án söngs
2 : sama verse með söng (load up on guns…)
2 : bridge (hello,hello,how low…)
3 : main chorus (with the lights out…)
1 : tunnel (togað í strengi)
——– [endurtekið] (*)
1 : verse án söngs
2 : sama verse með söng (I'm worst at what…)
2 : bridge (hello,hello,how low…)
3 : main chorus (with the lights out…)
1 : tunnel (togað í strengi)
——–
4 : sólókafli, í raun chorus með gítar laglínusóló í stað söngs.
——– [endurtekið -1 bar] (*)
1 : verse án söngs
2 : sama verse með söng (And I forget just…)
2 : bridge (hello,hello,how low…)
3 : main chorus (with the lights out…)
——–
2 : main chorus (a denial…)
2 : hljóðfærin stoppa eitt í einu eins og þeir hafi verið að hætta að spila:)
Ég hef grun um að þetta sé ansi vinsæl röðun á dægur/rokk-lagi. þegar frá er talinn söngurinn og minniháttar varíation á hljóðfærum þá eru þetta í raun bara fjögur bar sem ganga í gegnum allt lagið, sem mér reiknast að séu um 33sec af tónlist, en þetta lag mun vera fimm mínutna langt. afhverju þreytist lagið ekki? ég ætla að leyfa ykkur að gera upp ykkar eigin skoðanir á því(hvort það þreytist líka;). Ég held að þarna komi nefninlega bygginginn til bjargar og textinn að stóru leiti. þeir sem ekki hlusta á söngvarann finnst þetta lag kanski vera að endurtaka sig aðeins (sjá * í kortinu) en ég held að ansi margir séu með 90% athyglinar á söngvaranum, svo að ef hann stendur sig bærilega er hægt að teygja töluvert úr laginu.
——————————————
Það er ekki hægt að tala um vinsæl verk án þess að John nokkur Lennon eða ðebítúls séu nefndir, það finnst mér amk. ekki :) Þetta lag er líka örugglega uppáhalds lag margra svo að ég ætla að skoða það líka. þetta finnst mér heldur ekki besta lag viðkomandi listamanns(ég get aldrei verið sammála neinum;). við getum haft þetta fulltrúa rólegu laganna.
Imagine:
#bars
1: intro, hermir eftir versinu, bara píanó.
2: verse, píanó og söngur, trommur koma inn í endan. (imagine there's no heaven…)
1: bridge, (Imagine all the people…)
——– (**)
2: verse, strengir koma inn (imagine there's no country's…)
1: bridge, (Imagine all the people…)
2: chorus, (you may say I'm a dreamer…)
——– [endurtekið]
2: verse, (imagine no posessions…)
1: bridge, (Imagine all the people…)
2: chorus, (you may say I'm a dreamer…)
(ef lennon hefði haldið áfram með lagið væri sóló hér og svo 2xverse,1xbridge og chorusinn fjórum sinnum í endan ;;))
Þetta lag rennur alltaf jafn ljúft í gegn, manni finnst það alltaf búið strax. kanski er það vegna þess hve fáar kaflaendurtekningar eru í því, en eins og sést á kortinu kemur sami kaflinn oftast tvisvar í röð í þessu lagi. Svo er nú heldur ekkert mikið verið að teygja úr laginu. það eru í raun bara þrjú bar í þessu lagi miðað við sömu reglur og ég notaði til að kryfja smells. Ég verð að segja að mér finnst þetta lag bara vera hæfilega langt, öfugt við smells. Það er eins og það sé (hafi verið) einhver tíska í rokkinu að troða inn sólói og byrja síðan aftur á laginu,… nei takk við því! takið eftir einu: hann byggir lagið upp fyrir chorus en hættir síðan við (**), í staðinn koma strengirnir inn, sniðugt :)
——————————————
Svona af því að þetta er nú áhugamálið raftónlist verður nú að vera amk eitt lag sem líkist raftónlist. Svo er þetta eitt af mínum uppáhalds lögum:) Það er frekar erfitt að búta niður lag og setja á textaform án þess að í laginu sé söngur svo að þetta ágæta lag varð fyrir valinu (þurfa að tala um búmm … sritjs-waawrooom dojng kaflann). Sumir telja líka að þetta lag sé fyrsta raf-tónlistinn, þar sem þarna er notast við sampl tækni t.d eru spiluð hljóð afturábak og svo er þetta nú svona nánast ein stór endurtekning eins og techno eðekkað;) en þetta eru nefninlega bítlarnir að sýna enn eina hliðina á sér.
Tomorrow Never Knows
#bars
1 : intro ,verse án söngs, trommurnar eru eins og þetta alveg í gegn:)
——–
1 : verse (turn off your mind relax and float down stream)
1 : chorus (it is not dying…)
1 : verse (lay down all thoughts, surrender to the void)
1 : chorus (it is shining…)
1 : verse (that you may see the meaning of within)
1 : chorus (it is being…)
——–
4 : solo (afturábak gítar og önnur furðulegheit)
——–
1 : verse (that love is all, that love is evryone)
1 : chorus (it is knowing…)
1 : verse (when ignorance and haste may mourne the dead)
1 : chorus (it is beliveing…)
1 : verse (but listen to the colour of your dream)
1 : chorus (it is not living…)
——–
1 : verse (or play the game existence to the end)
4 : chorus (of the beginning…)
1 : píanóglamur sem feidar út.
Það er kanski erfitt að tala um verse og chorus í þessu lagi, en eitthvað verður maður að kalla hlutina. Þetta lag er svo allt öðruvísi en hin lögin og er það greinilegt að hér hefur ekki verið hugsað mikið um byggingu lagsins bara til að hugsa um það. En ég greini nú samt smá munstur í þessu enda hlýtur bygginginn í svona lögum að miða að því að lagið klárist eða amk. gerist eitthvað nýtt áður en mar er komin með nóg. þetta lag er 2:33 af sama trommutaktinum en ég mundi samt ekki segja að það sé að endurtaka sig mikið, undarlegt :)
——————————————
Samantekt:
Það er ekki spurning um að bygging lags er eitt það mikilvægasta í smíðun þess. Það breytir öllu að endurtaka hlutina hæfilega sjaldan/oft. Þegar ég er að smíða lög hugsa ég mikið um þetta og þar sem það er nú frekar þægilegt kerfi í Floops til að raða upp og endurraða þá er skömm af öðru en að nýta sér það eins og nennir leyfir. Þegar lagið er komið á skrið reyni ég að finna út hvaða munstur á best við hvert lag og set upp hjálpar línur með því bili sem við á og reyni að láta lagið fylgja þeim, það kemur alltaf í ljós að lagið rennur betur eftir breytinguna og verður sjálfkrafa bara miklu betra. Og þar sem tónlist snýst um að tjá tilfinningar og skemmta fólki skiptir að mínu mati öllu máli að raða verkinu þannig upp að það þreytist ekki og renni sem þægilegast í gegn sem heild. það er alveg greinilegt að þessir tónlistarmenn hafa krotað bygginguna á blað til að halda smá simmetry.
hvað segja hugaðir tónlistarmenn, er eitthvað spékúlerað í þessum fræðum? hvernig þá eða afhverju ekki? er bara látið tilfinninguna ráða eða er eitthvað smá skipulag í gangi eða kanski algert skipulag? eigið þið ykkur einhverjar fyrirmyndir þegar kemur að byggingu?
“Humility is not thinking less of yourself,