Kiesel Software er að þróa fyrsta íslenska sýndarhlóðfærið (virtual instrument) sem ber nafnið Helga 1.0. Er þetta VST instrument sem hægt er að nota í helstu tónlistargerðar forritum s.s. Steinberg Cubase, Emagic Logic og Buzz.

Opnar Beta prófanir eru að byrja og geta áhugasamir skráð sig á heimasíðu fyrirtækisins <a href="http://www.simnet.is/kiesel">Kiesel Software</a>.

Leitumst við eftir að fá bæði áhuga- og atvinnutónlistarmenn til að taka þátt í prófununum og gefa okkur góð ráð.

Munu virkir Beta prófarar fá kreditlínu í lokaútgáfu ef þeir vilja og auðvitað fá þeir góðan afslátt þegar sala hefst. Einnig erum við að spá í að halda partý eða eitthvað slíkt (erum ekki alveg komin með á hreint hvað fólk vill).

Meira síða