Athugulir huga notendur hafa kannski tekið eftir könnunninni sem kom hér inn í dag, en er hún fyrsta af nokkrum sem koma munu inn næstu viku eða svo.
Hún er gerð í anda Pepsi Challenge sem var í algleymingi minnir mig á árunum 88-89 [but my memory is fuzzy]
Pepsi Challenge gekk út á það að fólk á förnum vegi fékk að prófa tvö glös sem innihéldu kóladrykki. Í öðru glasinu var Pepsi og hinu var Coca Cola og þið getið ímyndað ykkur út á hvað það gekk.
Reason Challenge er í svolítið öðrum stíl, fyrsta könnunninn er með lagi völdu af handahófi, sem varð þó að uppfylla nokkur skilyrði. T.d. að það væru engin sérstaklega áberandi hljóð í því, sem myndi gefa upp uppruna þess og að lagið væri ekki alltof þekkt.
Ég ætla að þróa þetta aðeins og hver veit nema að næsta könnunn verði með tveim lögum og þáttakendur beðnir um að segja til hvort lagið sé reason lag eður ei.
Tilefni þessa uppátækis hjá mér eru umræður á þessu áhugamáli um reason, annan hugbúnað og vélbúnað.
Ég geri mér grein fyrir því að val á lögum og annað getur einfaldlega skekkt niðurstöðu og haft áhrif á marktækni svona kannana, en ég vona að mér takist að velja þetta af kostgæfni.
með von um að þið hafið gaman að, en þó ekki mikið gagn, því eins og margt annað þá er þetta bara athyglisvert röfl, en kannski ekki mikið annað