Sælt veri fólkið,

Ég hef lengi verið að spá í að fara að smíða raftónlist, þar sem að ég er tónlistarmenntaður og hef mikinn áhuga á slíkri tónlist. Það sem hefur þó venjulega stoppað mig er að mig vantar bara einhverja svona eina alhliða græju og ég verð að vita hvað ég á að fjárfesta í. Þetta er mjög dýrt spaug og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Ég hef mestan áhuga á að gera þetta í tölvu og vantar því eitthvað svona alhliða tól þar sem að ég get þróað allskonar raftónlist í nokkuð professional gæðum.

Eftir mikla leit þá leist mér mjög vel á Reason frá Steinberg. Væri nóg fyrir mig að kaupa það til að gera nokkurnveginn hvað sem ég vill, eða myndi ég þurfa að kaupa önnur forrit frá þeim með eins og t.d. Recycle? Þyrfti ég nauðsynlega að hafa MIDI-keyboard til að geta notað þetta rétt eða er það bara svona optional? Svo væri líka gaman að heyra hvað ykkur finnst um CubaseSX, ProTools, Pro Logic Audio, Cakewalk og hvað þau heita nú öll þessi forrit.

Með hverju mælið þið fyrir mann sem hefur kannski ekki alveg efni á að kaupa sér dýra syntha og samplera og vill helst vinna þetta í tölvunni sinni? Er Reason t.d. að einhverju leiti fatally takmarkað?

Kveðja,

Binni