Ég heiti Hermigervill og ég ætla að segja ykkur skemmtilega sögu af kvöldinu í gær.
Hermigervill mætti ásamt fylgdarliði sínu á Gauk á stöng tímanlega fyrir úrslitakvöld raftónlistarkeppninnar sökum þess að lag hans (Schitz) var eitt þeirra sextán laga sem komust í þessi úrslit. Settist þessi litskrúðugi hópur niður við borð og beið þess að fá að njóta bestu raftónlistar sem völ er á hér á landi.
Það vildi svo óheppilega til að stór hluti þessa hóps sem Hermigervlinum fylgdi vantaði nokkra mánuði upp í það að vera átján, þar á meðal Gervillinn sjálfur.
Er flokkurinn hafði setið dágóða stund kemur að okkur vingjarnlegur dyravörður sem undirritaður veit ekki hvað heitir. Við skulum kalla hann “herra kúk”.
Herra kúkur spurði STELPURNAR í hópnum (fjórar talsins) um skilríki. Af þeim voru tvær undir aldri. Gerði hann enga athugasemd við það.
Í fljótfærniskasti hafði einn vinur Hermigervilsins tekið með sér Subway samloku inn á staðinn. Greip þetta athygli herra kúks sem bað vininn um skilríki. Að skilríkjaskoðun lokinni sagði vörðurinn að ekki mætti borða samlokuna inni á staðnum. Vinurinn stakk samlokunni ofan í tösku og hélt að vandræðin væru úr sögunni. Þá tók herra kúkur aftur til orða og sagði hlæjandi “Æ, já, heyrðu, þú ert líka undir aldri. Má ég biðja þig um að drulla þér út!”
Það átti að reka stuðningsmann eins keppanda raftónlistarkeppninnar út af staðnum!!!
Var þá Hermigervli og hans vinum nóg boðið. Hermigervill talaði við einn dómara keppninnar og bað um að fá að hafa vin sinn inni á staðnum. Herra kúkur þvertók hins vegar fyrir það, og spurði Hermigervil sjálfan um skilríki. Sá hann þá að Hermigervill hafði ekki náð átján ára aldri og bað hann vinsamlegast um að drulla sér út.
Endaði þetta með því að Hermigervill og stuðningsmenn hans strunsuðu út af staðnum.
Staldrað var við á Austurvelli til að hugsa málin. Eftir u.þ.b. fjörtíu mínútna hang var ákveðið að keyra upp í Breiðholt til vinkonu Hermigervils. Þá þurfti að ná í bílana, sem flest allir voru lagðir rétt hjá Gauknum. Er gengið var fram hjá gauknum heyrðist greinilega að verið var að spila lag laganna: “Schitz”. Trylltist þá lýðurinn (utan hússins) af gleði. Sú gleði entist ekki lengi því að LAGIÐ BILAÐI!!!!
Hvað í andskotanum var að gerast? Lagið stoppaði, hökti og skippaði, uns spilun þess var hætt og næsta lag sett á fóninn.
ÞAÐ VAR DROPINN SEM FYLLTI MÆLINN! Gefin var langatöng á Gauk á stöng og keyrt í burtu.
_________________________________________________
Tveir meðlimir dómnefndar voru nýir og áttu ekki að hafa heyrt lögin áður. Eru þeir dómbærir þegar sum lög eru biluð og önnur ekki?
Er eðlilegt að úthýsa keppendum af keppnisstað? Ég er nokkuð viss um að hljómsveitir skipaðar krökkum yngri en 18 hafa spilað á Gauknum.
Þegar ljóst var að ég yrði ekki á staðnum lét ég einn dómaranna hafa símanúmerið mitt, og sagðist hann ætla að hringja þegar úrslitin væru ljós. Hann HRINGDI EKKI! Sjálfur komst ég, sem keppandi í þessari keppni, að úrslitunum fyrr en klukkan 16:30 í dag!
Er það ekki bara lýsandi dæmi um hvernig skipulagi þessarar keppni var háttað?
____________________________________________
Til hamingju Traject með sigurinn! Því miður gat ég ekki verið á staðnum til að sjá hamingjusvipinn á þér.
Til hamingju Prince Valium og Bubby Donnel með 2. og 3. sæti. (Ég veit hvernig þér líður P.V.)
Eitt er víst, að Hermigervill ætlar að leita á önnur mið með sína tónlist.
Hermigervill.