Ég er ekki endilega að segja að menn eigi að standa í stað og nota bara þau forrit sem þeim líður vel með. Auðvitað er alltaf gott að læra e-ð nýtt og stækka sjóndeildarhringinn, munið bara að Róm var ekki byggð á einum degi.
Ég persónulega nota aðalega Reason og Nuendo í tónlistarsmíð mína og finnst það góð blanda. Ég hef verið að tala við gaura sem finnst það ekki “PRO” að nota Reason, ég gæti ekki verið meira ósammála! Reason er undratæki sem lætur mann halda grúvinu í langan tíma án tæknlegra vandræða. Effectarnir s.s. Reverb og Delay eru ekki góðir í Reason en þá kemur Nuendo til sögunar með Rewire og lagar það. Svo er alltaf gott að nota smá fyllingu með VST synthum frá Native-Instruments ofan í allt klabbið og bingó !
Ég hef átt nokkra hardware syntha í gegnum tíðina og svitna við tilhugsunina um allar MIDI tengingarnar og System Exlusive sendigarnar til þess að fá eitt lag í gang. Nú eru tímarnir aðrir og ný kynslóð af byltingarkenndum sofwaresynthum eru að riðja sér til rúms, er ég því mjög þakklátur fyrir þessi yndislegu forrit og tækni sem er í dag og er því ekki að láta neitt bögga mig hvað ég ætti að nota og hvað ekki….látum það bara grúva !!
PeZiK
|Z|PeZiK