Hermigervill í keppninni. Í umræðuna varðandi framvindu og stöðu þessarar blessuðu raftónlistarkeppni, hef ég mjög litlu að bæta, en ég hallast að því að þetta sé allt fremur klúðurslegt.

En hvað sem því líður ákvað ég að vera sniðugur og senda inn Hermigervilskynningargrein EFTIR að lögin væru komin aftur á síðuna. Þetta dróst þó örlítið hjá mér og úrslitin nánast í garð gengin (úps). Þar á ég einmitt eitt lag (Schitz, borið fram sjits), en hvet ég alla til að hlusta endilega á fleiri lög með Hermigevlinum.


HERMIGERVILL:

Dauði Femínistans: Nokkurs konar óður til endurskýrnarinnar (kallaði mig eitt sinn Femínistann Ógurlega). Miðlungshratt lag með fljótandi synthum og skemmtilegu vókali sem ég verð kærður fyrir að sampla.

Flip Stitch (in Ipswich): Generískt, líflaust trommu&bassalag í hraðari kantinum.

Schitz: Hallast að því að vera epískt, en þó nokkuð klisjukennt. Einhverntíma sagði einhver að það væri eightíslegt, en það er ykkar, sem eruð örugglega flest öll með sítt að aftan, að dæma.

Rakhna Remix: Það vill svo til að Hermigervill er einnig í tveggja manna rapphljómsveit sem kallast Flösubræður. Er þetta eitt af betri lögum þess tvíeykis í nýjum búningi. Látið mig vita ef þið viljið endilega heyra upprunalega lagið.

Dauði Femínistans (endurhljóðblöndun): Segir sig eiginlega sjálft.

Sæstrengir: Bara eitthvað tölvumúsík eitthvað.

Steemen: Sjillað og grúvað. Leidbakk og graskennt. ATH: Ef þið spilið þetta lag beint á eftir laginu “Sæstrengir”, þá blandast þau fallega saman.

Fellur Kyn: Rólegt ambíent lag í FSOL fílinginginig

Hypergoth: Dáldið hart d&b með Íþróttaálfinn í aðalhlutverki.

Miel: Tjopp og Press

Orðaforðamorð: Hart og fjörugt. F-orðið notað óspart.

Simone Says: Angurvært en óhugnalegt. Djörf sömplun á frægri söngdívu.

Vondigur: Hvað er nú það? Einhver fæðingarhálfviti sagði einu sinni fyrir langa löngu að það minnti hann pínulítið á “Carnival de Paris” fótboltalagið. Það er auðvitað bara vitleysa!

Tokkatak: Fönkað stuðlag.

Kústakomplex: Veit ekki hvort þetta er drömmanndbeis, en er í svipuðu tempói.

Draugagangur: Er það satt? Gengur hann aftur?



Njótið vel…





…og skrifið á disk og breiðið út boðskapinn…



og kommentið eitthvað á þetta…



Takk, Hermigervill.