Autechre - leiðbeiningar hæb
var að skrifa leiðbeiningar handa vini mínum sem er ekki alveg búinn að fatta autechre - ákvað að láta ykkur fá þær líka

“hei já þig vantar autechreleiðbeiningar

hérna eru mínar

platan Amber - síðasta ”auðvelda“ plata Autechre (1995 held ég :)
Nil er Mjög flott lag, sem og flest af henni. er ekki með á hreinu hvað hvað heitir á henni en Nil er samt gott.

Tri Repetae er svo ”stóra“ platan (þó mér sé samt illa vil ”gæsalappir“) af henni eru lögin Clipper, Eutow, C-Pach, Second Scout og Second Peng mjög mjög flott (second * lögin eru af amerísku útgáfunni held ég, komu fyrst út á Anvil Vapre)

Basscadet ( Basscadub Mx ) (remix af basscadet) er algjörlega algjörlega bara geðsjúkt lag … dýpra en djúpumegin í sundhöllinni. (reyndar er basscadet smáskífan öll frekar flott)

(second peng þarfnast reyndar útskýringa … ég skildi það ekki fyrr en maður nokkur benti mér á að þetta væri themelag fyrir stærsta, harðasta og hættulegasta boxara sem þú getur ímyndað þér … og þá varð það ansi skerí)

svo er eitt stórplötulaust lag þar sem þeir eru að rímixa gescom - sem er B-liðið þeirra sem samanstendur af þeim sjálfum o.fl. - Gescom - Viral Rival (Ae Mix)

LP5 er fyrsta ný-autechre platan: virkilega skrýtið samplmisþyrminga-eitthvað (en mjög flott þegar maður loksins fattar það) lög: 777 (minnir mig, ekki viss), Rae, (Fold4, Wrap5) <- komma í titlinum :), Corc (eitt af mínum allra uppáhalds) og Drane2

EP7 - í raun framhald af LP5, pælingalega séð
á henni eru góð lög, hún er samt frekar erfið en Pir er mjög þess virði að hlusta á nokkrum sinnum (bæði fyrir og eftir að það fer að meika sens :)

nýju plötuna, Confield, er ég ekki almennilega búinn að taka í sátt en þó er Pen Expers virkilega virkilega flott lag. spila það HÁTT og pæla í hvað þeir eru þúsund sinnum miklu meiri rúd-bwai en stussyhúðuðu drum&bassaumingjarnir


svo er til fleira en þetta ætti að duga þér til að byrja með …

(ath. - þetta er sirka tímaröð, ekki endilega gæðaröð ef þú vilt topp sjö essential lög eru það Clipper, Basscadub, Corc, Pir, Eutow, Viral Rival (AE Mix) og Nil

þetta er samt starter kit bara, er aðallega miðjan á því sem þeir hafa gert … gamla dótið er skylduhlustun líka og það er margt mjög flott í dóti sem er nýrra en Pir (sem er nýjast af þessum 7)

en LP5 er sennilega mikilvægust að mínu mati … er samt ekki alveg sjúr)

gersvel :)”

… bon appetit?
autechre eru klárir. gefa sér tíma til að hlusta ef maður er ekki búinn að því. gallinn er bara að það er erfitt (ómögulegt) að breyta sér aftur til baka - ignorance is bliss að vissu leyti. en það er stundum auðveldara að vera erfiður líka.
-k-