Ég byrjaði að nota huga fyrir nokkrum dögum, allt í góðu með það, frábærar síður, gott að geta séð álit og varpað áliti á hinum ýmsu málum.
Eitt af mínum fyrstu málum vað að senda inn nokkur lög í raftónlistarkeppnina, en ég tók þátt í fyrra og hafði gaman af. Eftir að hafa sent inn lögin hugsaði ég með mér að það væri nú gaman að hlusta á þá tónlist sem að send er inn í keppnina, þannig að ég tók mig til og náði í öll lögin sem send höfðu verið inn. Ég hlustaði á nokkur í heild sinni en fór svo hratt yfir restina, þetta eru 143 lög sem ég náði í. Eftir að hafa farið yfir öll lögin, gerði ég mér upp þá hugmynd um þau, ég mun fjalla betur um hana síðar í þessari grein.
Eftir að hafa sent inn lögin, fékk ég skyndilega mikinn áhuga á keppninni, big surprice! Ég sá að menn voru að senda inn greinar á forsíðu raftónlistar og voru að plugga sína tónlist hægri vinstri, hei! Ég hugsaði, “Fyrst svo er, þá verð ég líka.” Þannig að ég sendi inn litla grein þar sem ég plugga mína tónlist og geri skoðun mína ljósa á öðrum innsendum lögum, (sem ég kem nánar að síðar!).
Það næsta sem gerist er að grein minni er hafnað, en engar forsendur voru gefnar upp fyrir höfnum, en ég í bræði minni og einfeldni geri ráð fyrir að niðrandi ummæli mín um hæfileika meðkeppenda minna hafi haft úrslita áhrif. Ég að sjálfsögðu bað um skýringu á höfnun greinarinnar, ég fékk það svar að greinin væri ekki nógu löng, ók, hér var komin regla í spilið. Ég fór umsvifalaust á hugi.is og leitaði að reglu sem að segir að greinar verða að vera ákveðið langar, ég fann hana ekki.
Því næst sendi ég grein mína inn sem kork, en það var ekkert vandamál, þar var mér bent á að hugsanlega sé greinin ekki grein, vegna þess hve stutt hún er, ók, aftur sama reglan, en hvergi er hægt að finna einhvað áþreifanlegt um þessa reglu, þetta virðist vera huglæt mat hjá stjórnendum.
Reglur eru góðar og gildar, ef sú regla um að greinar verði að vera að lágmarki x tafir, x orð og x línur er í hávegum höfð á huga, þá á það að vera gert opinber í því umhverfi (þ.e. hugi.is) sem reglan á við um, þetta hef ég ekki séð. Það má vel vera að mér hafi yfir sést þetta, en ég leitaði að reglum varðandi greinar skriftir, en fann engar.
Ég spyr:
Hvað þarf grein að vera markir stafir?
Hvað þarf grein að gera mörg orð?
Hvað þarf grein að vera margar línur?
Þar sem engar reglur eru til um greinar, þá má gera ráð fyrir að það sé ákvörðun starfsmanna huga hvort að grein sleppi inn fyrir í greina safnið, þetta er að sjálfsögðu ekki gott fyrirkomulag, sérstaklega vegna þess að alltaf þar sem að ákvörðun er undir einni persónu komin, þar eru möguleikar á misnotkun, besta dæmið er Árna Johnsen málið.
Það eina sem ég fann um innsendar greinar var: “Eftir að grein hefur verið send inn bíður hún samþykkis stjórnanda áhugamálsins.” Gefum okkur að stjórnandi áhugamálsins sé að einhverjum ástæðum illa við þá persónu sem sendi inn grein… Þetta þarf ekki að vera nema smávægilegt t.d. að skoðun viðkomandi fari í taugarnar á stjórnanda áhugamáls, svo ég tali nú ekki um ef að greinaritari skuldi stjórnanda peninga! :-)
Það er nokkuð ljóst eftir þessar hugleiðingar að kerfið stemmir ekki, frelsi tjáskipta er ekki nægilega tryggt. Nú, þá er komið að því sem setti þetta allt af stað, í (míní) grein minni byrja ég á að plugga lögin mín í keppninni:
“FreeArniJohnsen.mp3
BucketChild.mp3
ErThadSvo.mp3
Fljotandi.mp3
ListaGlaepur.mp3
Morgun.mp3”
Því næst tjá ég skoðun mína á lögum meðkeppenda minna:
“Ég náði í öll lögin í keppninni, og mér sýnist megnið af þessu vera drasl! 95% af þeim sem sendu inn lög, ættu að hætta að búa til tónlist og snúa sér að matargerð!”
Einhver benti mér á að rökstyðja þessa skoðun mína, þetta er ekki vísindalegt álit sem hægt er að rökstyðja, þessi skoðun er byggð á huglægu mati mínu sem tónlistarmanns og þeirri reynslu sem ég hef á sviði lagasmíða, þannig að ekki er um sannleika að ræða, eingöngu skoðun eins manns, sem er þegar upp er staðið, sennilega ekkert merkileg. En ef að málið snýst um skoðun mína, þá get ég að sjálfsögðu tjáð mig um hana.
Mín skoðun er að ca. 95 % af þeim lögum sem send hafa verið inn í raftónlistarkeppina séu drasl, rusl eða þeim mun verra. Það er hinsvegar ekki sannfæring mín að þessi 95 % ættu að snúa sér að matargerð, í fyrsta lagi vegna þess að það gæti verið hættulegt fyrir aðra :-), en sérstaklega vegna þess að ég var eingöngu að grínast, kannski til að lina þjáningar þeirra sem tóku þetta til sín, ég læt það liggja á milli hluta.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að með því að opinbera skoðanir mínar sem ganga gegn 95 % af fólkinu, er ég ekki að afla mér mikilla vinsælda, það þarf ekki mikinn stærðfræðing til að reikna það dæmi út, ég hinsvegar tjái mig á heiðarlegan máta um hlutina, segi þá eins og þeir eru (ATH! Mín skoðun :-), þannig ef til vill á einhver af þessum 95% einhver tíma möguleika á að bæta sínar lagasmíðar.
Siffvinlius