Hvað er málið með þessa raftónlistarkeppni? Hámark átta megabæti?
Miðað við hefðbundna kóðun frá wav í mp3 eru það um 7 mínútur - og það er ekki mikið fyrir hinn ,,hefðbundna raftónlistarmann“.
Ég senti inn lag í gær, en áður en ég gat það þurfti ég að kóða það í verri gæðum en ella til að koma því fyrir á minna en átta MB. Lagið er 10:59 mínútur og var því venjulega circa 11 MB, en við það að lækka gæðin missti ég svolítið af hljóðinu í trommunum og bjölluhljóði í miðju laginu( það var mest áberandi) - sem þýðir að þeir sem hlusta á það heyra það ekki eins og það á að vera. Og verða þeir þá bara að gera ráð fyrir að það eigi að vera betri gæði? Það lítur út fyrir það.
Mér finnst þetta frekar asnalegt. Þetta er nú einu sinni Raftónlistarkeppni - tegund tónlistar sem hefur meðallengd mun lengri en flestir aðrir flokkar tónlistar.
<a href=”http://static.hugi.is/stuffnfiles/mp3/files/saga_timans.mp3">Saga tímans</a>
eða ef tengillinn virkar ekki:
http://static.hugi.is/stuffnfiles/mp3/files/saga _timans.mp3