'Eg hef verið að velta fyrir mér undanfarið hvernig hljómur á eftir að breytast á næstu mánuðum og árum. Þá á ég sérstaklega við allt sem viðkemur Softsynthum /VST/digital o.s.f.r.v.
'eg er EKKI að velta fyrir mer hvort er betra Analog eða digital enda er það löngu orðin þreytt og úrelt umræða ,ég hef hinsvegar tekið eftir því að rosalega mikið af tónlistinni sem ég er að heyra er farinn að hljóma EINS!
Þá á ég við að eftir að þú hlustar á t.d plötu sem er öll gerð í t.d VST þa´eftir eitt eða tvö lög þá KANN MAÐUR HLJ'OMINN þe.a.s að það er dottin út ein víddin , ekkert surprise hvað varðar hljóm eða karakter!?
Mín skoðun er sú að með tilkomu allra þessara softsyntha og ALL-Digital tækni þá verður allt svo hreint og það sem verra er að mikið af þessu hljómar ALVEG EINS hreint.
Ef maður pælir aðeins í því þá fyrir tíma softsyntha og vst tækni þá voru nánast stjarnfræðilegar líkur á því að artisti A og artisti B séu með sömu instrumentin.
Þetta er hinsvegar alls ekki ólíklegt í dag og kannski meira að segja mjög líklegt og jafnvel þúsundir artista sem eru að nota sömu sándin.
(Mér dettur í hug “Advanced Glorified Platinum edition general MIDI”)
Núna er hægt að koma með þau rök að ef að artisti A editar sándin sín komi ekki til með að hljóma eins og hjá artista B…..Já já gott og vel en ég er ekki að tala um að menn séu að nota nákvæmlega sömu sándin heldur að þeir séu að nota sama HLJOMINN eða sama overall sándið.
'eg er ekki með neina fordóma gagnvart þessari tækni en ég er kannski með örlítið “beef” við hvernig henni er beitt.
Þetta á eflaust eftir að breytast með tíð og tíma en kannski menn ættu að pæla aðeins meira í sándi þegar þeir ákveða að skella VSt reverbinu og VST delayinu á Pro52 Mottuna.
Og bitcrushernum á Attack trommuheilann.
Og …..Þið vitið hvað ég á við!
Það nefnilega gleymist í allri þessari analog emulation að bæta við skítnum.
Þegar þú tengir syntha (sem kannski var mánudagseintak og hefur sinn karakter) með snúru sem pikkar upp truflanir ('utvarpsbylgjur) í drasl mixerinn þinn (sem suðar og lekur hljóði úr næstu rás við hliðina) þa´ertu kominn með ‘akveðinn hljóm.
Þessi tiltekni hljómur er kannski ekkert príma en hann er þinn hljómur versus ALL-digital signal path í VST sem er EINS hjá öllum .
’eg endurtek að ég er í sjálfu sér ekkert á móti þessu og er engan veginn að lobbya fyrir þvi að allir eigi að droppa softsyntunum og fara að taka upp píanóið hennar ömmu í gegnum sándblaster 16 og hengja sig í snúruflækjunni.
Staðreyndin er bara sú að maður er farinn að heyra þetta og það verður ekki hrakið og fyrir vikið ættu menn kannski að stoppa aðeins í öllu pluginfylleríinu og pæla í því hvernig er hægt að nota þessa tækni til að skila sínum eigin hljóm.
'eg geri mér grein fyrir þvi að allmargir hérna nota eingöngu Softstúff og ég vona að menn taki þessu bara vel þar sem þetta er nú bara vinsamleg ábending frá einhverjum sem telur sig vera farinn að heyra þetta ….hlustiði bara á lögin í raftónlistarkeppninni t.d.