mig langaði að koma af stað léttri umræðu um tónlist. s.s. hverjar væntingar fólks eru til tónlistarinnar, hver er tilgangurinn, afhverju er hún skemmtileg og whatnot. Svo að ég ætla að byrja á að tíunda það sem ég hef lært um tónlist á mínum stutta og vafasama ferli ;Þ
Um Rythma.
Það er ekki laust við það að nútímatónlist snúist að miklu leyti um rythmma. Ég þori ekki að lofa neinu en ég er nokkuð viss um að orðið rythm sé stytting á orðinu algorythm(algrím) sem þíðir í raun munstur eða rökhugsun. Fyrir þá sem vita bara ekkert um tónlist þá gæti ég útskýrt rythma svona: Rythmi er í raun bara taktbreytingar eða taktmunstur. Einfalt dæmi: Ef þú slærð puttanum í borðið með jöfnu millibili ertu búin að búa til takt. Við skulum kalla tíman sem líður á milli þess sem þú slærð taktin x. Ef þú slærð puttanum tvisvar í borðið og bíður í tvö x áður en þú slærð síðasta höggið (semsagt sleppir 3 taktinum)ertu komin með smá rökhugsun í taktin eða rythma(riþþmi). Í daglegu tali, er rythmi oftast samheiti yfir trommur og slagverk í tónlist.
Það er þessi rökhugsun í tónlistinni sem heilin í þér skynjar sem gerir það af verkum að þú fílar mússík. Ef þú berð puttanum í borðið með handahófskenndu millibili verður það bara bull sem engin nennir að hlusta á. Svo að hvað er það sem gerir það að rythmi lætur manni líða vel? Ef ég vissi það væri ég ríkur í dag:) Það gæti verið verið vegna þess að þú skynjar ómeðvitað eitthvað form og veist því nokkurnvegin hvað kemur næst, sem veitir manni öryggistilfinningu(scary huh:). Sjálfsagt er það samt eitthvað miklu flóknara en það. Og afhverju fær rythmi fólk til að hreyfa sig…? Ríkur segi ég!;)
Um tóna.
tónar eru ekkert annað en hljóðbylgjur sem ferðast með stöðugum hraða sem okkur þykir þægilegur. þessi hraði er mældur í bylgjum á sekúndu eða Herz (herts) skammstafað Hz. Í vestrænni tónlist eru sjö mismunandi tóntegundir: A B C D E F og G, síðan kemur A aftur nema þá er það áttund ofar en áður. Fimm þessara tóna(A C D F og G) hafa hálftóna sem kallast: A# C# D# F# og G#(á ensku er það A sharp en á íslensku held ég að það sé talað um:Aís Sís Dís Fís og Gís). Hálftónarnir eru svartir á píanói. Alls gerir þetta tólf semítóna í hverri áttund sem við höfum úr að velja.
Lægsta tíðni sem við heyrum er 20Hz en sú hæsta er 15.000Hz sem þýðir að við heyrum u.þ.b. 154 tóna(auðvitað eitthvað mismunandi). Miðju A á píanó og A strengur á gítar er staðlað 440Hz. Aðferðin við að reikna sig milli tóna er frekar flókin svo að tónlistarmenn hafa komið sér saman um að notast við svokallaðan tempraðan skala(tempered scale) til að auðvelda dæmið töluvert. Það þýðir að það dugir að margfalda tíðnina með 1,0595 (tólftu rótinni af tveimur) til að fara semítón ofar og deila til að fara semitón neðar. Til að fara með tóntegund áttund ofar dugar að tvöfalda tíðnina og til að fara áttund neðar helminga tíðnina. Sem þýðir að ef þú tekur A sem er 440 Hz og margfaldar með tveimur færðu 880 Hz sem er áttund ofar.
Um melódíur.
Það er soltið um það í dag að það sé lítil eða engin melódía í lögum. Þ.e.a.s. lögin ganga eingöngu útá rythma. Hvað er svo melódía? Það er í raun það sama og rythmi að því leyti að það er ákveðið tímamunstur sem heldur takti. En ofaná bætist að notaðir eru tónar sem passa vel saman. Til að taka smá dæmi: Bílflauta gefur frá sér tón. Þú getur spilað þennan tón í takti og fengið þannig út rythma. En til þess að breyta þessum rythma í melódíu þyrftirðu að hafa amk tvær flautur með mismunandi tónum.
Hvaða tónar passa vel saman? Með aðeins tólf tóna til að velja úr hljóta möguleikarnir að vera endanlegir. Svo að í gegnum tíðina hafa tónlistarspekúlantar allstaðar að úr heiminum búið til það sem við gætum kallað kort yfir tóna sem hljóma vel ef þeir eru spilaðir í röð. þessi kort kallast Arpeggios eða (tón)skalar. Svo eru náttúrulega líka svokallaðir hljómar en það eru þrír eða fleiri tónar sem hljóma vel ef þeir eru spilaðir allir á sama tíma, já eða í röð.
Ef við skoðum byggingu hljóma þá kemur í ljós að það er stærðfræðileg rök fyrir því að þessir tónar passa saman. Það er alveg augljóst að þar sem C 261,6Hz er helmingurinn af C 523,2Hz passa þeir saman. Prufum að leggja þessar tvær tölur saman. 261,6+523,2=784,8, og ef við skoðum töflu yfir tempraða skalan þá er 784,0Hz einmitt tónnin G, og viti menn C G C er einmitt major hljómurinn C :) svo að það er meiraðsegja munstur í hljómunum sem við erum ómeðvitað að skynja. En eins og glöggir lesendur tóku kanski eftir þá munar heilum 0,8 á reikningsútkomunni og tölunni í töflunni. Þetta er líklega útaf ónákvæmni í reikniaðferð tempraða skalans. Ég prófaði að setja þessa tóna sem sínus bylgjur í þrjá oscilatora og tune-aði G-ið lítilsháttar og fékk þannig fullkomið harmóní. s.s það munar virkilega um þessa 0,8 (reyndar bara 0,4 þarsem ég færði G-ið áttund niður). Svo að þarna er kominn enn ein ástæðan fyrir því að tölvutónlist er betri ;Þ
Hæfileg blanda af öllu.
Að fá það besta úr öllu er það sem gerir tónlistarsköpun hvað mest challenging. Það eru tvær megin leiðir til að byrja á lagi. Byrja á rythmanum og reyna svo að finna melódíu sem passar við. Eða finna melódíu og smíða síðan rythma sem passar við. Báðar leiðir finnst mér jafn erfiðar, því að ef mar byrjar á rythmanum verður melódían alltaf tamin af honum og öfugt. Margir frægir tónlistarmenn byrja á bassalínunni, sem er kanski ekki svo vitlaust þar sem bassalínan er oftast einföld mynd af melódíu, sem aftur gefur manni meira frelsi með rythmann og svo er bara að byggja flóknari melódíu með bassan sem grunn. Svo eru nú svosem alltaf einhver lög þar sem beinagrindin verður bara til í hausnum á manni og mar þarf bara að smíða kjötið utaná og klæða sköpunarverkið í réttu fötinn og voillahh, topp slagari:)
Eins og ég kom að áðan þá eru bara tólf tónar, svo að það er ekki endalaust hægt að finna nýjar tónasamsetningar. Svo að það þarf að bæta sköpunarheftið með flóknari rythmasamsetningum. Sem kanski skýrir afhverju tónar eru soldið að hverfa úr verkum framsækinna tónlistarmanna. Það eru náttla til einhver þúsunda verka bara frá nítjándu öldinni þar sem allar samsetningar hafa áræðanlega verið reyndar. Þar af leiðandi er góð leið (fyrir okkur sem kunna ekki tónskalana:) til að finna samsetningar að leita í verk annara. Ég segi, afhverju ekki að skreyta rythmana sína með fallegum tónum?:) Þótt það sé búið að nota þetta allt áður. Það er örugglega lengi hægt að rífast um hvort rythma samsetningar séu endanlegar, en það er amk. langt í land en.
Sum it up already!
phew! Þetta er að verða doktorsritgerð:Þ vonandi hafa einhverjir lært eitthvað, og vonandi eru einhverjir sem geta leiðrétt mig ef ég er að segja einhverja vileysu, mest er ég þó að vona að einhverjir geti bætt einhverju við. Ég er nú bara sjálfmenntaður svo að ekki taka mig of alvarlega. En hvort sem þið eruð tónlistarmenn eða ekki þá væri gaman að heyra ykkar álit á einstökum (eða öllum) þáttum þessarar greinar.
kveðja:
il manus el cubus o' da head
“Humility is not thinking less of yourself,