Athyglisverð, og í raun þörf, þessi umræða um live raftónlist á Íslandi (ja…ok Reykjavík). Þrátt fyrir mikla hæfilega meðal íslenskra raftónlistarmanna virðist vera lítill kraftur í kringum tónleikahald þeirra (þá er ég að tala um oft lélega mætingu, enga tónleika í langan tíma og erfitt fyrir nýja menn að komast að). Þetta er í raun eins með klúbbamenninguna, sem er slök (oft ósýnileg í house og techno tónlist svo mánuðum skipti) þrátt fyrir mikinn fjölda góðra plötusnúða.
# Stefnumót og Undirtónar (sem standa á bakvið Stefnumótin) eiga stórt big up skilið fyrir að vera standa í að halda þó allavega þessa fáu tónleika sem fara fram (ja a.m.k. stóran hluta af þeim). Er handviss um að þessi kvöld gefa lítið af sér og að Egill og Ölli (skipuleggjendur Stefnumóta síðast þegar ég vissi) gætu eytt sínum tíma, og Stefnumóta-slottunum, í annað en raftónleika ef þeir væru á eftir peningum.
## Þeir raftónlistarmenn sem spila frítt á Stefnumótum (og setja sig þar með í sama klassa og Sigur Rós, Móa, Quarashi, Maus hvað spilerí á Stefnumótum varðar etc) finnst mér líka eiga big up skilið. Það eru ekki miklir peningar í þessum bransa, það er vitað, og mér finnst það hið besta mál að fólk spili live frítt. En auðvitað verður að setja mörkin einhverstaðar, og maður á ekki láta aðra græða á sér. Skil og virði sjónarmið Ruxpin líka vel. Hann segir sjálfur að það þurfi að vera spes svo hann spili live (mjög skiljanlegt), en sem betur fer eru fáir raftónlistarmenn á Íslandi sem neita að koma fram án borgunar í öllum tilvikum(mín persónulega skoðun auðvitað). Það myndi gera raftónlistarsenuna enn sorglegri, og í raun koma í veg fyrir að hægt sé að bæta hana og stækka hvað tónleika varðar.
### Undirtónar hafa gert ógeðslega mikið fyrir íslenska tónlistarmenningu (og ekki síst raftónlistarmenningu) síðustu ár. Blaðið er samt ekki yfir gagnrýni hafið og þær raddir heyrast víða að það hafi klikkað soldið á raftónlistinni síðustu mánuði.
#### “Það er nú frekar asnalegt að íslensk raftónlist er eftirsóttari erlendis en á sjálfu Íslandi. Hverjum er það að kenna?” spyr Ruxpin. Ég er sammála um það er ekki raftónlistarmönnunum sjálfum. Það vantar fleiri með kraft í að gera hlutina almennilega fyrir íslenska raftónlistarmenningu held ég (tónleika, klúbbakvöld etc). Fleiri menn eins og þá sem standa á bakvið Stefnumótunum og 360 gráða-kvöldana (sem eru reyndar púra klúbbakvöld). Og hvað með vefinn…af hverju er ekki almennilegar síður til um íslenska raftónlist, technomenninguna, housemnneinguna (er ég kannski að missa af einherju? Rafið á Huga er kúl, en varla meira en það). Því miður er lítill peningur í þessum bransa og held að eina leiðin til að halda þessu uppi af krafti sé áhugi…en ekki leit eftir peningum.
##### Vissulega er skortur á kynningu á raftónlist á Íslandi og t.a.m. hefur Thule útgáfan verið ósýnileg á Íslandi til margra ára. Hún hefur reyndar dúkkað upp á yfirborðið síðustu misseri og orðin jafn aðgengileg Íslendingum og mörg erlend útgáfufyrirtæki (ég er svo mikil þjóðernisremba…mér finnst að Thule eigi að koma Íslendingum meira fyrir sjónir en erlendar útgáfur).
-Elda