Ég var að pæla í framhaldi af “einkennilegt….” umræðunni.
Það sem vantar mest á /raftónlist að mínu mati er einhvers konar skýr, afmarkaður korkur (eða eitthvað) þar sem fólk getur sent inn lög sem það hefur gert (alveg sama hvaða stefnu það tilheyrir). Inn í þetta dæmi væri kannski hægt að forrita einhvers konar einkunnarsystem þar sem gestir og gangandi gætu gefið einkunn fyrir nokkur mismunandi atriði (uppbygging, hljómur, frumlegheit, forritun etc…..)Fyrir neðan það væri síðan hægt að hafa form þar sem fólk gæti komið með aðrar athugasemdir.
Flott væri síðan að koma þessu fyrir á áberandi stað(örugglega hægt að sameina eitthvað af gömlu korkunum) svo að meiri möguleikar væru að fólk tæki þátt í þessu.
Mér finnst dálítið skrítið að það sé enginn svona skýrt afmarkaður staður fyrir fólk að senda inn lög og fá markvissa gagnrýni. Fólk er að senda lög inn sem greinar, á hina mismunandi korka og veit hreint og beint ekkert hvar það á að koma lögunum á framfæri.
Það er fullt að gerast í kollinum á íslenskum raf-mönnum og held ég að þessi síða væri frábær miðill fyrir þá að fá feedback…. betur sjá augu en auga
Það getur ekki verið svo flókið að koma þessu upp…… ég hef ofurtrú á hugagaurum.
sammála?
skurken
Eitthvað að gerast?