grein eftir mig sem ég var að finna í tölvunni sem ég var eitthvað að leika mér að búa til í sumar. gæti leynst einhverjar villur, finnst það samt frekar ólíkegt.
njótið vel.


Air er franskur dúett, saman settur af Nicolas Godin og Jean-Benoit Dunckel. Nicolas Godin fæddist 25. desember, árið 1969 í Le Chesnay nálægt París. Hann spilar á bassa, kassagítar og rafmagnsgítar, og syngur. Jean-Benoit Dunckel fæddur 7.
september, árið 1969 í Versailles, spilar aðallega á hljómborð og Clavinet hljómborð. Dunckel gaf út sóló plötu árið 2006 í september, að nafni Darkel, en á plötunni er að finna aðallega raftónlist. Nicolas Godin lærði arkítektúr við skólann École Nationale Supérieure d'Architecture de Versailles, þar sem Jean-Benoit Dunckel lærði nám við stærðfræði.
Áður en Air urðu til spiluðu Dunckel og Godin saman í bandinu Orange með Alex Gopher, Xavier Jamaux og Etienne de Crécy. Orange gaf út tvær plötur sem urðu nokkuð vinsælar í Versailles. En eftir 6 mánuði, árið 1995, hættu Orange, með því áframhaldi að Nicolas og Jean-Benoit stofnuðu saman annað band, Air. Nafnið Air á að standa fyrir ást, ímyndum og drauma.
Meðal þeirra diska sem að Air hafa gert eru Moon Safari (1998), The Virgin Suicides (2000), 10 000 Hz Legend (2001), City Reading (með Alessandro Barrico) (2003), Talkie Walkie (2004) og Pocket Symphony (2007). Air tóku einnig upp “dj mix” plötu, Late Night Tales: Air. Í nýlegustu plötunni þeirra, Pocket Symphony koma fram fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Pulp, Jarvis Cocker, og Neil Hannon frá The Divine Comedy. Air hafa líka búið til rímixa af ýmsum lögum með t.d. Depeche Mode, David Bowie, Beck og Ollano.
Tónlistin þeirra er oft flokkuð undir raftónlist, en einnig ambient, trip hop og downtempo. Þó svo að maður leitaði að plötum eftir Air undir “electronica” í plötubúðum, þá er hægt að flokka tónlistina þeirra undir margar mismunandi tónlistarstefnur.