Ég hef núna síðustu 4 ár verið að fikta við að smíða músík, og hef notast við frían hugbúnað:freeware,warez(ok stolin þá:) og demo jafnvel. Svo að ef frá er talið allt gítar dótið og tölvan þá hef ég aldrei borgað krónu í “studio”-ið(þar til nýlega).
það var árið 1929 sem einhver snillingur fann upp tíðnigjafa í einhverjum tilgangi sem ég veit ekki hver er. 1955 smíðuðu Olsen og Belar fyrsta synthesizerin í þeim tilgangi að gera tilraunir með eðli hljóðs, en ekki sem hljóðfæri. örugglega stuttu seinna datt einhverjum í hug að það væri sniðugt að nota þetta sem hljóðfæri. svo árið 1964 smíðaði rafeindaverkfæðingurin Robert Moog líklega fyrsta elektróníska hljóðfærið. hann kallaði það Moog Synthesizer.
það mætti seigja að það sé algorytmi í rafeindarásunum sem fær synthan til að virka. þennan sama algorythma má að sjálfsögðu færa á stafrænt form og láta tölvu sjá um að fræmkvæma verkið. væntanlega með nákvæmlega sömu afleiðingum. enda voru einhverjir snillingar strax á sjöunda áratugnum farnir að smíða og dreifa ókeypis forritum til hljóð gerðar og breytinga. þótt svo að tölvurnar á þeim tíma hafi sjálfsagt ekki verið skemtilegar til þess brúks(alltaf langað að nota þetta orð:).
í kringum 1980 kemur MIDI svo til sögunar. sem gerir okkur síðan kleift að tengja saman öll elektrónísku hljóðfærin með tölvunni sem stjórnanda. það mætti þá líklega segja að hljóðfærin séu svona eins og external tölvu unit sem er sérstaklega smíðað til að fræmkvæma eitthvað ákveðið.
það eru cirka sjö ár síðan að allar heimilistölvur eru farnar að vera með hljóðkort sem styður 16-bit hljóð(geisladiska gæði).og líklega eitthvað styttra síðan að allar tölvur gátu unnið með wave skrár jafn langar og heilt lag. allavega í dag er það orðið svo að allar nýjar tölvur hafa allt það hardware sem þarf til að hægt sé að nota þær við tónlistar eða hljóð vinslu. og eru smátt og smátt að koma í staðin fyrir marga hluti í upptökuverum. svo að það getur hver sem á tölvu smíðað lög á tölvunni sinni án þess að eiga mixer,DAT tæki eða whatnot. og með smá vott af útsjónarsemi,ekki einusinni hljóðfæri.what a time we live in :)
núna eru allir búnir að fara í smá sögu tíma(vita þetta nú líklega flestir betur en ég). svo, að umræðunni.
ég er að spá hvort hardware sé ekki bara að verða búið? það er allt að verða komið í software sem manni langar í. endalaust úrval af generatorum og VST instrumentum sequencerum og effectum.
er ekki soundquality nákvæmlega það sama í góðum forritum? heyrði einhvern tala um “plastkennt” hljóð úr software. ætli hann hafi þá átt við: of tær hljómur? “vantar snúru hljóðið” ;)
ég er alger novice á svona hardware, en ég er þessa dagana með orbit dance planet til að fikta með. fullt af flottum hljóðum, o.k. og hægt að fokka þeim gjörsamlega. en samt get ég gert allt þetta sama í fruity með bara filterum og simsynth eða trommu sömplunum mínum sem sánda bara miklu betur. og fyrir mig sem hef alltaf notað software verð ég bara að segja: I´m not impressed. fannst ég hafa meiri not fyrir eighties hljóðin á hljómborðinu mínu;) (ég er ekkert að dæma allt drallið af einni græju sko, þetta var bara nærtækasta dæmið).
ég get samt ekki neitað því að það er miklu þægilegra að vera með takka fyrir öll function og svo náttla keyboard. en það er líka auðveldlega hægt að redda sér svona hands on fíling með einhverju eins og keyfax phatboy. tveir músar smellir og allt hljóðfærið eða effect er linkað á midi controller.
eins og ég sé þetta fyrir mér í framtíðinni. þá verður hægt að kaupa bara risa hnappa/slider/sneril borð með lcd display við alla takka (LED og labels). svo þarf mar bara keyboard og software sem stjórnar öllu saman. og þegar mar lódar lagi man borðið hvaða takkar voru hvað og merkir þá og setur LED's við volumesliderana og sequencer takkana og whatnot. alls ekki svo fjarlægur draumur :)
svo, rétt í lokin. stundum fær mar á tilfinninguna að það sé einhver svona togstreyta milli midi og software listamanna. einhverstaðar sá ég að: “software gaurar öfunda midi gaurana af öllu dótinu þeirra og segja að margir séu ”all gear“ ” og “midi gaurar þola ekki software gaura sem geta gert allt það sama og þeir ánþess að borga krónu fyrir” stundum finnst manni að fólk veit ekkert um forritin og halda að þetta sé bara dót eða eitthvað eins og e-jay eðekkað. svo hef ég líka séð að margir líta á software sem non-pro, og vilja fá mann til að gear-a upp sem fyrst. en ég er bara ekki svo viss. hvað segið þið?
jæja, látið mig hafa það fyrir segja svona vitleysu upphátt :)
“Humility is not thinking less of yourself,