þrjú atriði sem ég hef skoðun á í nýju svörunum síðan í gær … jibbí
1) nýja mouse on mars dótið (að því gefnu að við séum að tala um plötuna sem ég man ekki hvað heitir en inniheldur meðal annars Actionis Respoke:
Æ. Datt.
(þ.e. mouse on mars eru orðnir leiðinlegir :( þeir tóku trommuleikarann sinn og létu hann syngja (illa) og útskýrðu alltsaman á einhvern voða important máta, að það skipti ekki lengur máli hver syngi heldur sko hvernig eða sko útfrá e-ð e-ð bull bull … vill einhver segja þeim að minnka hampreykingarnar?)
2) það er vel hægt að gera betri plötu en music has the rights to children. fyrir það fyrsta: Rue the Whirl … hvað er það nú eiginlega? endurtekningasamt, tilfinningasnautt og ekkert sérlega áferðaráhugavert … þ.e. platan inniheldur EITT LEIÐINLEGT LAG :) … og þá er hægt að gera betur. Og: þeir eru soldið endurtekningasamir … stundum. komast samt eiginlega upp með það. en eins og ég segi: það er víst hægt að gera betri plötu en MHTRTC.
hinsvegar,
3) Boards of Canada verða ekki endilega þeir sem gera hana :)
það sem þeir höfðu á fyrstu plötunni er þetta freaky nostalgíuhaushræringaelement sem þeir fundu upp … en það sem ég hef heyrt af live tröxunum af nýju plötunni inniheldur minna af slíku … þannig að þeir munu þurfa að fara aðeins lengri leið inn í hausinn á fólki
en ég hlakka samt til að heyra stykkið
wtf þýðir geogaddi anyways!?
-k-