EXOS
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR EXOS
MY HOME IS SONIC / Æ Recordings 2001
Teknóstjarnan skæra, Exos, fagnar sinni þriðju breiðskífu, My Home is Sonic sem kom út á Íslandi í síðustu viku og er væntanleg í plötubúðir um allan heim í janúar 2002.
Tónlist Exosar (Arnviðar Snorrasonar) er teknó af hörðustu gerð. Honum hefur tekist á undraverðan hátt að opna annars læstar dyr teknóheimsins fyrir tónlistaráhugafólki úr öllum áttum, enda er hún með eindæmum dýnamísk og hugmyndarík. Exos hefur einnig verið iðinn við plötusnúninga.
Tónleikarnir verða haldnir á Kaffi Thomsen frá miðnætti til kl. 03:00, föstudaginn 21. desember.
Nánari upplýsingar um Exos og My Home is Sonic veitir Arnviður í s. 699-0365 eða Thule Musik í s. 562-1993 / www.thulemusik.com
MY HOME IS SONIC / Æ Recordings 2001
Exos (Arnviður Snorrason) er án efa Íslands hæst rísandi teknóstjarna í dag. Um þessar mundir er að koma út hans þriðja breiðskífa, My Home is Sonic, hjá Æ Recordings sem er einn anga Thule Musik.
Hann hóf tónlistarferil sinn aðeins 12 ára gamall. Á æskuárum sínum var Exos mest að brasa harðkjarna af gamla skólanum (“old school hardcore”) en síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar, þó nokkrar smáskífur og þrjár breiðskífur komið út og í dag fæst hann við naumhyggjulegt teknó af hörðustu gerð. Auk My Home is Sonic er væntanleg frá bresku útgáfunni Symbolism, plata með endurhljóðblöndunum Exos á verkum Ben Sims og Pascal Feos og ep plata frá Knee Deep útgáfunni sem meðal annars gefur út tónlist DJ Rush sem er einn virtasti teknótónlistarmaður í Þýskalandi í dag.
Exos hefur átt vaxandi fylgi að fagna á síðustu árum, einkum í Þýskalandi en hann hefur gefið út tvær breiðskífur hjá Force inc útgáfunni, þarlendri við rífandi undirtektir.
Tónlistarhugsuðum ber saman um að sérstaða tónlistar Exos felist ekki síst í hæfileika hennar til þess að líða jafn vel um dansgólfið og stofugólfið. Áferð hennar er einfaldlega nógu dýnamísk til þess að eyrun þreytist ekki á að hlusta á hana utan pumpandi veggja næturklúbbanna.
Úr plötudómi í AMG Expert um aðra breiðskífu Exos, Strength:
“Many had praised his debut, Eleventh, for its rare ability to take an often monotonous style of music (hard minimal techno) and give it enough inventive twists to result in an album that was both engaging and continually interesting from beginning to end […]In terms of texture and composition, Exos makes the possibilities seem limitless.”
Jason Birchmeier
Lagalisti My Home is Sonic :
Snert hörpu mína
Grow Bigger
Many Meters Work
6. Yellow Yard
8. My Home is Sonic
10. Listen to my Voice
12. We
14. The One and Only
16. Felx
18. Eastwood
20. Svali
22. Live Guides
23. Fróði Ambience
Fyrri verk eftir Exos:
Strength –Force Inc, 20001 [cd]
Eleventh – Force Inc, 2000 [cd]
Grass Hunter – Plast Trax 1997 [12"]
Green beat e.p. –Thule Records 1997 [12"]
Uncut ep Force inc, 2000 [12"]
Yellow Yard –Force inc 1999 [12"]
q-box –Thule Records 1998 [12"]
Exos vs. ohm –Paintmeup. Tissju, 2001 [12"]
Exos & Ohm -Sameining. Tissju, 2001 [12"]
Safnplötur:
Æ 3,5 – Æ Recordings, 2001 [12"]
Fishcake _ The Sound of Thule -Thule Musik, 1998 [cd]
mini:malt -Thule Records, 2001 [cd]
Rauschen 15 –Force inc, 2000 [cd]
Nánari upplýsingar veitir Arnviður (Exos) í s. 699-0365, e-mail: exostechno@yahoo.com eða Thule Musik s.562-1993. Njótið vel.