Raftónlist á Stefnumóti Undirtóna, 11. des. Stefnumót á Gauk á stöng
þriðjudaginn 11. des

Það verður elektróník í aðalhlutverki næstkomandi þriðjudag á
Stefnumóti Undirtóna, en þar koma fram:

Ívar Örn
Frank Murder
Anonimous

Ívar Örn hefur verið búsettur í New York sl. 3 ár og tónlistin
sem hann spilar er undir greinilegum áhrifum frá stórborginni.
Hann spilar hart elektró sem er mjög dansvænt. Hann ferðast
á milli heimshluta með eina litla græju sem hann semur alla
sína tónlist á. Hann hefur verið iðinn við að spila í New York
og nágrenni og einnig kom hann nokkrum sinnum fram hér á
“klakanum” sl. sumar við frábærar viðtökur.
Frank Murder fer líka einn sinna ferða en það er hann Toggi
sem er maðurinn á bakvið Frank Murder. Tónlist Frank´s er
afslappað elektró sem er mjög aðgengilegt fyrir alla.
Þar næst eru það Anonymous en þau “Pollock” börn Tanya
og Marlon spila harða danstónlist sem flakkar frá Múm og allt
til Atari Teenage Riot, flott og kraftmikil tónlist hjá þeim.

500 kr,- inn 18 ára aldurstakmark - húsið opnar kl: 21:00