Þetta er áður en þeir fóru í tónlistarheiminn og hvar þeir hittust. Ég mun örugglega senda inn seinna tónlistar ferilinn en hér kemur greinin.
Þeir Tom Rowlands og Ed Simons frá Englandi stofnuðu árið 1993 band sem kallast The Chemical Brothers og sérhæfir sig í raftónlist. Upprunalega kölluðu þeir sig The Dust Brothers en því miður var annað band sem hét það. Þeir fóru fyrir rétt til að berjast um nafnið en töpuðu því árið 95' sem leiddi þá til nafnsins The Chemical Brothers.
Ed fæddist í Herne Hill í suður hluta London í Englandi árið 1970. Í æsku átti hann tvö áhugamál, flugvélar og tónlist. Ed fékk mikinn áhuga á sérstakri “Groove” og “Hip-Hop” tónlist sem hann heyrði fyrst í klúbb sem hét The Mud Club þegar hann var fjórtán ára. Þegar hann hætti í skóla var hann með mikinn áhuga á tveimur böndum frá Manchester, New Order og The Smiths.
Tom Rowlands fæddist í Kingston-Upon-Thames í Englandi árið 1971. Þegar Rowland var ungur flutti fjólskylda hans til Henley-on-Thames Henley. Eftir það fór hann í skóla í Reading í Berkshire en þar fékk hann mikinn áhuga á Skotlandi og sérstaklega mikinn áhuga á sekkjapípum. Seinna í lífi sínum fékk hann mikinn áhuga í tónlist með böndum eins og Heaven 17, Kraftwerk, New Order og Cabaret Voltaire. Seinna í unglisngsárunum þróaðist tónlistar smekkurinn hans í The Jesus and Mary Chain. Hann lýsti fyrstu Public Enemy plötuni sem hlut sem breytti honum algjörlega og segir að Miuzi Waeigths a Ton sé ein af bestu plötum í heimi. Rowland byrjaði að safna “Hip-Hop” plötum eftir lista mennina Eric B og Schoolly D en var líka mikill águgamaður My Bloody Valentine. Hann ákvað líka að fara í Manchester til að fara í nám eins og Ed. Þar hittust þeir og bandið byrjaði.