Hugarar,

Við hjá Undirtónum // Stefnumót Records erum að leita að
frambærilegri raftónlist. Það var ansi mikið um góða tónlist að
finna í raftónlistarkeppni Huga.is í fyrra og þar á meðal voru
nokkrir sem áttu mjög góð lög. Einnig vitum við að ný tækni,
þar á meðal Reason, Reaktor og fleiri forrit gefa mörgum
tækifæri til þess að semja mikið af tónlist heima hjá sér.

Nú eru þegar útkomnir 5 CD diskar í útgáfuseríu Undirtóna og
Verði Ljós og eru 6 aðrir á leiðinni fyrir jól. Við viljum endilega
heyra hvað þið eruð að gera og erum til í að gefa það út í
seríunni ef það er nógu gott. - Hafið samband við okkur í
gegnum e-mail : stefnumotrecords@undirtonar.is.

Einnig ef þið vitið um einhverja aðra snillinga þarna úti þá væri
gaman að heyra af þeim sem fyrst.

kveðja, Undirtónar // Stefnumót Records // Verði Ljós