Árið 1995 kom platan fyrst út frá plötuútgáfunni Em:t Records í Bretlandi. Platan var ekki auglýst og var gefin út í litlu magni, en þrátt fyrir það aflaði hún sér mikilla vinsælda í underground-tónlistarsenunni á Bretlandi. Ekki leið á löngu þar til útgáfufyrirtækið fór á hausinn og flestir gleymdu öllu um Jarvis og Gas. En vinsældir plötunnar meðal tónlistaráhugamanna minnkuðu ekki. Plöturnar gengu milli eigenda á eBay og voru vinningsboðin stundum yfir 300 dollarar!
Á síðunni www.microscopics.co.uk má finna tónbrot úr flestum lögunum á plötunni, ásamt því að niðurhala laginu Microscopic í heildsinni. Ég mæli með því að fólk kíki á síðuna og grípi lagið.
Tónlistin er gamaldags og minnir um margt á tónlist á borð við Kraftwerk og Jean-Michelle Jarre, en þó ber hún nútímalegan brag. Flest tækin sem notuð voru við vinnslu plötunnar eru gamlir analog hljóðgervlar (sjá neðar…), og það gefur plötunni mjög sérstakan keim. Synth-línurnar minna mann stundum á tónlistina í gömlu líffræði-heimildarmyndunum sem maður sá í grunnskóla, án þess þó að vera “cheesy” :).
Það sem stendur eftir er afar fallegt og vandað tónverk sem krefst þess að maður setjist niður og virkilega hlusti á hvað er að gerast, því tónlistin er uppfull af litlum hlutum sem gefa henni líf. Þetta er verk sem ég mæli með til hvers þess sem hefur gaman af “alvöru” raftónlist.
Og hér síðast er smá gear-listi fyrir þá sem hafa gaman að slíku, á plötunni má heyra í:
Moog Rogue
Roland Jupiter 6x2
Roland SH101
Roland RSS 3d Sound Space
Roland Juno 106
Roland Alpha Juno2
Sequencial Circuits Pro One
Oberheim Matrix 6
Cheetah MS6
Korg MonoPoly
Korg Poly800
EMU Emax IIx2
Low Profile