Hljómsveitin var stofnuð áruð 1993 af Guy-Manuel de Homem-Christo og Thomas Bangalter sem koma báðir frá París, Frakklandi. Daft stendur fyrir A Story about Dogs, Androids, Firemen and Tomatoes. Hljómsveitin gaf út sitt fyrsta “hit” sama ár og hún var stofnuð 93 það var lagið Da Funk sem var seinna lag á þeirra fyrstu plötu þeirra Homework sem kom út árið 1997. Lagið “Around the World” varð vinsælasta lagið af þeirri plötu og var í mikilli spilun á klúbbum sérstaklega í Bandaríkjunum.
Árið 2001 gáfu þeir út sína aðra plötu “Discovery” Platan komst í annað sæti á breska vinsældarlistanum og varð lagið “One more time” gríðarvinsælt um heim allan. Lögin Harder Better Faster Stronger og Digital Love urðu einnig gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum og Bretlandi og “Face to face” náði fyrsa sæti á bandaríska klúbba vinsældarlistanum.
Svo árið 2005 kom út nýjasta plata þeirra Human After All. Vinsælustu lögin af þeirri plötu voru Robot Rock, Technologic, Human After All og The Prime Time of Your Life.
Safndiskur bæði DVD/CD kom út 4.ágúst 2006 að nafni Musique 1993-2005 og inniheldur hann lög frá breiðskífum þeirra og myndbönd við lögin Robot Rock og The prime time of your life
Árið 2003 kom út bíómynd að nafni Interstella5555: The 5story about of the 5secret of the 5tar 5ystem. Í þeirri mynd var einungis spiluð tónlist þeirra af disknum Discovery og myndböndin við lögin Harder better faster stronger, Aerodynamic, Digital Love og One more Time voru tekin beint úr myndinni.
Í maí 2006 á kvikmyndahátíðinni í Cannes frumsýndu þeir sýna aðra bíómynd, Electroma. Myndin inniheldur ekki tónlist eftir þá.
Á Homework árunum þeirra komu þeir alltaf fram Live með grímur fyrir andlitum sínum en þegar Discovery kom út hafa þeir hulið andlit sín með hjálmum til að líkjast vélmennum og ég ætla leifa þeim að útskýra af hverju “We did not choose to become robots, There was an accident in our studio. We were working on our sampler, and at exactly 9:09 a.m. on September 9 1999, it exploded. When we regained consciousness, we discovered that we had become robots. ”
Daft Punk er ein færsælasta raftónlistar hljómsveit allra tíma í plötusölu og tónleikar hennar eru alltaf gríðarlega velsóttir og má með sanni segja að þetta sé ein vinsælasta hljómsveit innan sinnar tónlistarstefnu.
Daft Punk er mín uppáhaldshljómsveit og gerir lang bestu raftónlistina að mínu mati.
Vonandi líkaði ykkur greinin mín. Takk fyrir mig
Glókollur41
Penut butter Jelly time! Penut butter Jelly time