Er að velta fyrir mér akkúrat á þessri stundu af hverju electro er svona svaðalega gott til hlustunar! Kannski þessi mjúki og rólegi taktur eða þessi partý-fuelled tón sem ræsir mann hvar og hvenær sem er.

Datt svona í hug að setja svona tíu plötur, fimm í rólegri kantinum og fimm party-poppaðar, á lista. Tíu Electro plötur sem hafa haft umdeilanleg áhrif á mig. Vek athygli á að eingöngu er verið að ræða um breiðskífur, ekki safnplötur.

Væri hægt að semja endalausan lista með sínum uppáhalds Electro safnskífum. en skoðum þetta ….

Rólegri kanturinn
V
4-Hero -Two Pages
Bregður ávallt upp mynd af sumrinu 1998, því gullna sumri þegar maður gerði ekkert annað en að hlusta á Hip-Hop & Electro.Sérstaklega þegar þú hlustar á fyrri diskinn er eins og heimurinn falli saman og upp kemur yndisleg veröld með lítinn tilgang! afskaplega mjúkir og seiðandi tónar.

IV
Air - Moon Safari
Málið með þessa snilld er að ja´! .Þvílík constuction á hljóðum og tónum. Skýaborg sánda mynduð og eftir skilur einhver mesta byrjendaralbúm fyrr og síðar. Myndræn með eindæmum.
III
Tricky - Maxinquaye
Fantastic hjá hasshausnum ógurlega. Stórkostleg plata. Trip-Hopið hefur innreið sína fyrir alvöru. Tricky sem eitt sinn var á mála hjá Massive Attack skapar hér sitt meistaraverk sem er á mörkum veruleika og ímyndunar…*****absalút! Hér heyrist jafnframt í hvern Björk okkar sækir m.a. í.

II
The Wiseguys - Executive Suite
Hverfur hugur minn samstundis inn í skúr á Heiðarbraut 33, hlustandi á þennan gimsteinn á 12" Vinyl, Oh Those Were The Days..!! Skylduhlustun!

I
Portishead - Dummy
Man nákvæmlega hvar og hvenær ég hlustaði á þessa snilld fyrst. Í gömlu Náttúrufræðistofunni í unglingaálmunni í Grundaskóla Akranesi. Líklega var það tveim árum eftir að hún kom út, haustið 1996. Staður og stund hurfu og þessir dularfullu tónar komu beint í áttina til mín. Plata sem er margslunginn og dreymandi. Hver tónn er sem múrsteinn í gríðarstórri byggingu sánda og tóna. Maður skynjar að það er ekki allt með felldu….goðsagnakennt stuff!!

Meira áhugavert efni sem bankaði á dyrnar!!!….
Goldfrapp - Lonely Mountain ~ The Orb -The Orb's Adventures Beyond The Ultraworld ~ Kruder & Dorfmeister - The K&D Sessions ~ Layo & Bushwacka - Night Works ~ Boards Of Canada - Music Has The Right To Children ~ Red Snapper - Making Bones o.fl. ofl.

Partý poppaðar

V
The Chemical Brothers - Surrender
Ekki endilega þeirra besta skífa en er partý vænsta að ég held! Allaveganna kom hún mjög sterkt inn haustið 1999 þegar partýpúlsinn á mönnum var ansi hár. Hey Boy Hey Girl er frábært danslag og platan í heild keyrir ansi þétt!

IV
Death In Vegas - Scorpio Rising
Ný discoveruð en féll strax hug til hennar. Intense og glæsilega útsett plata. Multi-colored viðstöðulaus partúbomba! ..“Your hands around my throat”

III
Timo Mass - Loud
Fucking Fantastic í alla staði! Byrjendatrack gefur forsmekkin á eðal partýpopper. sérstaklega góður tónlistarmaður sem sýnir á þessari plötu frá árinu 2002 afhverju Electro er vinsælt þegar djammað er. Minnir mig ávallt á ljúfar minningar frá Icelandic Airwaves sama ár.“Krazy times”

II
Underworld - Dubnobasswithmyheadman
Kemur manni í swing þessi perla frá árinu 1993. Underworld classic Techno/Acid house plata sem stenst enn tímans tönn og gefur hvergi eftir! Brutal!

I
2 Many Dj's - As Heard On Radio Soulwax, Pt.2
Ef það er einhver plata í alheiminum sem stuðar upp húsið þá er það þessi eiturhressa plata frá árinu 2002. Samplað allt til andskotans og úr verður þessi bráðsmellna Klúbba og House plata. *****af*****

Meira áhugavert efni sem bankaði á dyrnar
The Prodigy - Music For The Jilted Generation ~ Carl Cox - F-A-C-T 2 ~ Fatboy Slim - Better Living Through Chemistry ~ Proppelerheads - Decksanddrumsandrockandroll ~ DJ Shadow - Endtroducing… ~ New Order - Power, Lies & Corruption o.fl o.fl…..

…Já þær eru nokkrar áhugaverðar!
Buddy Miles