Eins og þið vitið kannski erum við að fara stofna nýja útvarpsstöð
formlega á fimmtudaginn. Hún er ansi nýstárleg því hún er algjörlega
gagnvirk og allt viðmótið er á netinu. Þetta þýðir að útvarpsstöðin
er á valdi hlustendanna, þ.e. þeir velja lögin sjálfir. Notendur geta
einnig spjallað við aðra notendur, lesið fréttir úr
tínlistarheiminum, skoðað hvaða lög er oftast valin (rauntíma
vinsældarlista) o.fl. Auk þess geta þeir framkvæmt allar helstu
aðgerðir með GSM símanum sínum og í framtíðinni verður hægt að versla
alla tónlistina í gegnum netið og símann. Við vitum ekki betur en að
þetta sé fyrsta slíka stöðin í heiminum.

http://www.muzik.is/

Stöðin heitir Muzik og er núna á FM 89.0 en flyst á fimmtudaginn yfir
á FM 88.5. Netsíðan er uppi og nothæf þó enn sé hún ekki alveg
fullkláruð en þið hafið hérmeð 2 daga til að leika ykkur með þetta
þangað til þjóðin fær að vita af þessu.

Góða skemmtun (og veljið nú bara góð lög)!