Það verður “rafræn veisla” næstkomandi þriðjudagskvöld á
Gaknum en þar koma fram:
Ampop
Plastik
Stafrænn Hákon
Ampop eru nú á leiðinni með breiðskífu og er það plata
númer tvö. Fyrsta plata þeirra “Nature Is Not a Virgin” var mjög
góð og er því spennandi að heyra nýja stöffið þeirra. Þau nýju
lög sem ég hef heyrt á tónleikum hjá þeim drengjum lofa
mjög góðu. Fyrir þá sem ekki vita spila Ampop mjög
melódíska raftónlist í með söng og hinum og þessum live
hljóðfærum.
Plastik hefur verið rólegur sl. 2 ár og ekki verið að koma fram
á tónleikum að óþörfu, hann er eins og margir
raftónlistarmenn, með mörg járn í eldinum og því veit maður
aldrei hverju maður á von á (house, chill out,elektró) það
verður spennandi að sjá hvað hann verður með á
þriðjudaginn. Enn útgáfulisti og ferill Plastik er alltof langur til
þess að telja upp hérna. Hann hefur verið einn að æðstu
prestum í rafhreyfingu íslands frá því í kringum ´90.
Stafrænn Hákon er nýr og ferskur og var að senda frá sér disk,
hann fæst í Hljómalind, og 12 Tónum og kostar aðeins 300
kr,- hvað segir það okkur? Jú, gera hlutina sjáf gefa skít í
útgáfufyrirtæki og allann bransann. Stafrænn Hákon gefur út
diskinn sjálfur dreifir, honum sjálfur og getur selt hann á
300kr,- án þess að tapa pening. Ág hvet alla sem háfa áhuga
á ferskri og skemmtilegri tónlist að kýkja !!!
Húsið opnar kl. 21.00 það kostar 500 kr inn og glaðningur
fylgir fyrir fyrstu 100 gestina til kl 22.30. Sem fyrr er 18 ára
aldurstakmark. Sjáumst í kvöld!