4. Mars árið 2005 verður stórviðburður í íslensku rafsenunni en þá er einmitt
væntanlegur til lands einn umfangsmesti rafdúett fyrr og síðar.
Þetta er hljómsveitin Plaid sem byrjaði feril sinn sem Black dog og hafa kapparnir gefið út meira en 30 plötur og gert um það bil 70 endurhljóðblandanir.
Auk þess að hafa unnið með stjörnum eins og Portishead, Red Snapper og Bjork þá hafa Plaid verið eitt af aðal númerum Warp útgáfunar ásamt Bords of Canada og Aphex twin.
Plaid tvíeikið er samansett af Ed Handley og Andrew Turner. Þeir byrjuðu að gefa út á sinni eigin útgáfu sem bar nafnið Black Dog Productions árið 1989. Síðan þá hafa þeir orðið eitt stærðsta og þekktasta rafband heimsins í dag en árið 1994 komu þeir fram í laugardalshöllinni ásamt Björk Guðmundsdóttur þar sem þau enduðu heljarinnar tónleikaferðalag saman. Plaid hafa gríðarlega reynslu af því að gera áhorfendur bókstaflega orðlausa á gólfinu og má búast við mikilli hörku föstudaginn 4. mars á skemmtistaðnum Gaukur á stöng. Kapparnir hafa spilað út um allan heim og er sönn ánægja að fá þá hingað til landsins.
Plaid eru ekki einir um að skemmta landanum þetta kvöld því hljómsveitin Hea Rannik frá Eistlandi mun einnig koma fram til að kynna raftónlist frá eystrasaltssenunni. Snillingarnir Skurken og Prins Valium sem áttu ótrúlega breiðskýfu er bar nafnið, í þágu fallsins, láta sig ekki vanta undir nafninu Sk/um en þeir hafa ekki komið fram á íslandi í lengri tíma. Þjóðþekktu tónlistarmennirnir í Gus Gus munu einnig heiðra okkur með nærveru sinni en kapparnir koma fram sem plötusnúðar til þess að hrista almennilega upp í fólki. Techno brjálaðingurinn Exos mun einnig stíga á stokk til þess að kynna Do not sleep records sem er fyrsta íslenska techno útgáfufyrirtækið í mörg ár en fyrsta platan kemur einmitt út 4.mars. Knob Fidlen, annar helmingur Midijokers mun leika listir sínar á spilurunum en hann mun einnig gefa út á Do not sleep útgáfunni. Ekki láta þennan einstaka viðburð fram hjá þér fara og mættu snemma því kvöldið byrjar
stundvíslega kl. 23.00.
PLAID (warprecords)
Gus Gus dj's (underwater)
Exos (do not sleep)
Knob Fidlen (beatkamp)
Sk/um (resonant)
Hea Rannik (Kuurortrecords)
gaukur á stöng.
4. mars. 22.00 - 06.00
1000 kr. í forsölu.
1500 kr við hurð.
http://www.plaid.co.uk
http://plaid.cjb.net
http://www.warprecords.com
http://www.bleep.com
http://gusgus.com
http://www.veiran.com
http://www.exosmusic.com
http://donotsleep.net
http://www.this.is/skurken
http://www.kuurortrecords.tk
http://www.gaukurinn.is