Hugtakið “einstakur” hefur löngum þótt ofnotað í tónlistarheiminum en ef einhver hljómsveit á skilið að bera þessa nafnbót er það þýska rafhljómsveitin Kraftwerk. Sveitin var stofnuð af tveimur nemendum tónlistarskólans í Dusseldorf, Ralf Hütter og Florian Schneider, sem voru undir áhrifum Karl-Heinz Stockhausen og Tangerine Dream, en gengu þó skrefinu lengra í flutningi rafrænnar naumhyggjutónlistar og lögðu meiri áherslu á hið vélræna. Aðrir meðlimir voru Klaus Dinger og Thomas Hoffman en þegar þeir yfirgáfu sveitina og stofnuðu Neu komu Wolfgang Flur og Karl Roeder í stað þeirra. Kraftwerk tók síðan á sig endanlega mynd með innkomu Karl Bartos í stað Roeder og platan ‘Die Mensch-Maschine’ markaði upphafið á gífturíku samstarfi fjórmenninganna en sveitin hafði reyndar áður sent frá sér ‘Autobahn’.

Titillag ‘Autobahn’, sem gefin var út 1975, var tilraun Kraftwerk til að lýsa löngu og einhæfu ferðalagi og festi sveitina um leið í sessi sem eina af frumkvöðlum raftónlistar því stutt útgáfa af laginu (upprunalega útgáfan var rúmar 22 mínútur) náði inn á topp 10 bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Eins og áður segir snérist platan að miklu leyti um þetta langa ferðalag en það að láta breiðskífur sínar snúast um einhverja eina hugmynd, oftast tengd tækni nútíðar og framtíðar, átti eftir að verða fastur liður í vinnuaðferðum Kraftwerk. ‘Radioactivity’ (1984) var til að mynda byggð á ýmsum hljóðum frá öldum ljósvakans og ‘Die Mensch-Maschine’ (1978) fjallaði um hver velrænt hlutverk þeirra sem hljómsveit var og því vörpuðu þeir fram þeirri hugmynd að smíða vélmenni til að spila á tónleikum á meðan þeir sjálfir slökuðu á.

Í lok áttunda áratugarins vörðu meðlimir Kraftwerk að mestu leyti í að byggja sitt eigið hljóðver, Kling Klang, og um svipað leyti urðu áhrif þeirra viðurkennd meðal nær allra hljómsveita í raftónlistariðnaðnum. Eigið hljóðver þýddi meiri möguleikar til að vinna efni sitt eins og hljómsveitin vildi líkt og plöturnar sem á eftir fylgdu vottuðu til um. Á plötunni ‘Electric Cafe’ mátti þó heyra að ekki væri allt með felldu en á þeim tæpum tveimur áratugum sem liðnir eru frá útgáfu hennar hafa þeir Hütter og Schneider látið einstaklega lítið fyrir sér fara. Sveitin þráaðist þó við í nokkur ár þar til Flur fékk sig fullsaddan af samstarfinu og hóf að sinna eigin verkefnum, (m.a. með Mouse on Mars undir dulnefninu Yamo). í stað hans var fenginn Fritz Hijbert en eftir þetta gaf Kraftwerk lítið annað út en safndiska með bestu lögum sínum.
-
Tékkið á meiru á frábærri tónlistarsíðu Árna Viðars:
http://www.freebox.com/arnivida