Besta plata ársins, Medúlla Þar sem árið 2005 er rétt handan við hornið þá finnst mér rétt að finna bestu plötu ársins og ætla ég hér að koma með alvöru Rewiev um hana. Fyrir mig er það platan hennar Björk, Medúlla. Alveg FRÁBÆR plata og er tilnefnd til Grammy verðlauna sem Best Alternative Music Album (besta “öðruvísi” plata). Ég gef henni 4 1/2 stjörnu af fimm.

Fyrstu kynni mín af Björk voru gegnum mömmu mína (kannski svoltið lame). Hún hlustaði alveg stanslaust á Björk og náttúrilega nuddaðist það á mig, og eins og málshátturinn segir: Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Þannig í dag þegar fólk segir að Björk sé ekki tónlistarmaður heldur bara eitthvað frík og eigi frekar heima á kleppi heldur en á plötuhulstrum þá finnst mér það svo alrangt. Ég heyri alltaf þessa innilega tjáningu hjá henni og finnst þetta vera eina af fáum manneskjum í tónlistarheiminum sem kann virkilega að skapa og er sannur tónlistamaður.

Eins og flest allar fyrri plötur Bjarkar, þá flokkast hún undir electronica og það sést (heyrist) mjög vel á þessari plötu. Lang flest hljóðin sem heyrast á plötunni eru einungis gerð með því að nota talfærin (munn, tungu, raddbönd, varir o.s. fr.) og þau svo mixuð og gerða að ýmsum hlóðum og hljómum. Þetta vissi ég ekki þegar ég fyrst heyrði lögin hennar og mér fannst það alveg ótrúlegt hvað þetta kom vel út þrátt fyrir það. Fyrir mig er þetta eitthvað alveg nýtt og hrósa ég henni fyrir að vera svona framúr stefnuleg og reyna eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Að vísu eru sum þessi hljóð frekar skrítin og fáránleg, eins og í laginu Ancestors eru þau eins og úr svefnherberginu, eins og að maður sé staddur í einhverri alsherjar orgíu…

Platan er frekar þung og “mood”-ið er svona hálfgerður sökknuður eða eftirsjá. Flest lögin eru frekar róleg og með þungum og djúpum beat. Það er mikið af kórsöngi í bakgruninum sem rennur vel saman við hljóðin og sönginn, og nær að mynda þessa eina heild sem svo fáir ná, og gefur plötunni geðveikan hljóm og fær hún plús fyrir það. Á plötunin eru líka nokkur lög sem eru á íslensku. Mér finnst þau ekkert spes, og hlusta eiginlega aldrei á þau. En þegar ég las aðrar umsagnir um plötuna þá fannst flestum íslenska tungan svo skemmtileg í lögunum og þetta var eitthvað svo “exotic” fyrir þau. Þetta er stór plús! Þetta segir mér að þótt fólki finnist lögin kannski ekkert voðalega góð þá finnst þeim lögin kannski spennandi á annan hátt. Ekki eru margir sem gera þetta, og sem meira er, láta það virka, svo þarna er líka annað hrós til Bjarkar.

Að mínu mati eru þetta bestu lögin á plötunni:
Lag nr.1: Pleasure Is All Mine
Lag nr.3: Where Is the Line
Lag nr.6: Who Is It (Carry My Joy on the Left, Carry My Pain on the Right)
Lag nr.8: Desired Constellation
Lag nr.9: Oceania

Pleasure Is All Mine er rólegt og þungt lag sem maður getur alltaf hlustað á til að aðeins svona slaka á. Textinn er frekar mikið bull eins og í flest öllum öðrum lögum hennar Bjarkar. Það er aðalega lögð áhersla á kórinn og sönginn frekar en annað.
Where Is the Line er besta lagið á plötunni! Þar er “mood”-ið reiði og svona vonsvikni. Það er flott og myndi henta vel í bíómyndasenu þar sem vondikallinn væri við það að drepa góðakallinn, ef svo má að orði komast. Það er svona hart og ákveðið og ég hlusta ekki á það nema ég sé í rétta skapinu. Textinn í laginu er hinsvegar skiljanlegur og passar vel inní.
Who Is It er skemmtilega lagið á plötunni, með svona jolly feeling. Það er eins og eldri lög með Björk þar sem áherslan er á sönginn. Textinn passar vel inní, en er samt svoldið bull.
Desired Constellation er svona bitter/sweet lag. Það er rólegt og hefur svoltið spes hljóm í sér, sem ég þori ekki alveg að lýsa. Björk syngur líka einkar vel í þessu lagi og eini söngurinn í laginu er frá henni. Textinn er enn og aftur mikið bull, en hann á samt við lagið.
Oceania er aðal lagið á plötunni. Það er kraftmikið og einkar vel gert. Það er góður hljómur í því, það er vel klippt, það rennur vel saman og Björk syngur þetta betur en nokkuð annað lag á plötunni. Þetta lag er einmitt tilnefnt til Grammy verðlaunanna fyrir Best Female Pop Vocal Performance, sem myndi þýðast eitthvað á þessa átt: Besti solo pop flutningur konu. Lagið er einskonar “óður til hafsins” og er samið af Sjón, enda er textinn frekar góður og ekkert bull.

Credit listinn er mjög langur á plötunni, en Björk á skilið mest allan heiðurinn að plötunni, enda gerir hún langt um mest sem tengist plötunni.

Í heild er þetta einstaklega vel heppnuð plata og gott framhald af því sem Björk hefur verið að gera undanfarin ár. Góður hljómur í henni, vel sungin lög, góð músík og allt sem góð plata þarf.
Björk er enginn venjulegur tónlistarmaður og ég á erfitt að ímynda mér að allir fíli hana, og þessi plötu umsögn er gert með það í huga. Ég hafði umsögnina frá allmusic.com bakvið eyrað og fékk flestar upplýsingar um plötuna þaðan. Annars þakka ég fyrir mig og vona að þetta hafi verið ágætis grein.