Street Forward www.streetforward.com

Street Forward er hugdetta nokkura Austurríkismanna sem hefur vakið mikla lukku og athygli út í Evrópu.
Street Forward gengur út á það að geta sett saman sinn eigin lagalista og fengið hann síðan á geisladisk. Hægt er að velja úr stórum gagnagrunni og góðum gagnagrunni raftónlistarmanna og nú þegar hafa 100 plötuútgáfur gert samning við þá Street Forward, þannig að úrvalið er ekki af verri endanum. Ekki er nóg með það að geta sett saman frábæran disk þá er líka hægt að velja úr flottum hönnunum á diskinn svo hann sé nú alvge örugglega e-ð fyrir augað líka.

Það langar öllum að geta valið lög og sett saman sinn eiginn geisladisk en það er alls ekki sjálfgefið fyrir þá sem kjósa að virða höfundarrétt listamanna og kæra sig aðeins um hæstu gæði tónlistarinnar.

Street Forward vefurinn er virkilega flottur og gaman að vafra um hann, og sé fólk ekki endilega á höttunum eftir sérhönnuðum geisladisk á frábæru verði þá er einfaldlega hægt að setja saman lagalista og hlusta á hann online.
Virkilega áhugaverð hugmynd og gaman að í alla staði, öllu áhugafólki um raftónlist er skilt að skoða þennan vef og er ég ekki frá því að aðrir en ég eigi eftir að verða háðir honum hið snarasta.

www.streetforward.com