Jæja rafgashausar; má ég mæla með nokkrum plötumerkjum í BNA:


Chocolate Industries:
Þetta eitt af flottari útgáfumerkjunum í Miami, þar sem gróskan er mest í Kanalandi. Þeir gefa út magnað, hart en melódískt, elektrónískt hip hop. Þið verðið að heyra til að skilja. Helstu listamenn Chocolate Industries eru While, Push Button Objects og Ko-Wrecktion Technique, sem einnig hafa gefið út eina "12 á WARP.

Schematics:
Þessi útgáfa er líka frá Miami, en áherslurnar eru meira á tilraunakennda elektróník en hip hop. Hérna eru samankomnir brjáluðustu taktforritarar í heiminum og þar liggur helsti styrkleiki Schematics, en melódíur eru of af skornum og skrýtnum skammti. Besti inngangurinn að Schematics eru safnplöturnar tvær; Lily of the valley og Ischemic folks.

Isophlux:
Isophlux eru frá Kaliforníu, en ég er ekki allveg viss hvaðan. Þeir sverja sig allveg í þessa Amerísku senu, kaldur og svalur, rafrænn hljóðheimur, sem er undir áhrifum frá öllu í kringum hann, en er þó allveg einstakur. Það er ekki auðvelt að nálgast Isophlux plötur, en þess virði. Reynið að verða ykkur útum tólftommurnar með Lexaunculpt og L'usine.

Ef þið hafið áhuga á að vita meira, er alltaf gott að kíkja niður í Tólf tóna.


Ikeda