Hvað er að gerast í raftónlist í Reykjavík á menningarnótt?

Endilega ef að þið vitið um atburði tengda raftónlist á menningarnótt, gjörið svo vel að pósta þá hér fyrir neðan.

Hér kemur það sem ég veit um :

1. Ghostdigital LIVE í Listasafni Reykjavíkur
frá 16.00 - 01.00
(Bibbi Curver og Einar Örn bjóða góðum gestum að spila með sér ásamt því að stíga á stokk sjálfir með látum)


2. óli Ofur spilar á aðalsviði menningarnætur og verður í beinni útsendingu á Rás 2. Kappinn byrjar klukkan 19.30 og spilar í klukkustund.

3.Skemmtistaðurinn De Palace í hafnastræti býður upp á plötusnúða inni og fyrir utan( í porti staðarinns).
Fram koma : Exos, Thor, Steini og Dj Eyfi, með deeprogressive,oldschool hardcore,drum and bass og techno.
Ásamt dj Extreeme og Devius með Psytrance.



4.Einnig verð ég að minnast á hið ótrúlega reggí band Hjálmar.
Þeir verða á Grandrokk á menningarnótt.
Ég mæli sérstaklega með þessari hljómsveit. …hélt að þakið ætlaði bókstaflega að rifna af þakinu síðast þegar þeir komu fram á Grandrokk.
Án efa besta reggí band Íslands í dag.

HVAÐ ER AÐ GERAST Í REYKJAVIK Á MENNINGARNÓTT.