Ég er í smá sálarkreppu þessa dagana með hvaða hugbúnað ég vil nota þegar ég er að gera músík. Ég var eitt sinn mikið í midi en nenni því ekki lengur og er bara farinn að taka allt upp og vinna með audio. Þá hætti Cakewalkið að vera svo gott því það höndlar hljóðskrár ekki á nógu skemmtilegan máta. Helst vildi ég læra á og nota Supercollider, en þar sem ég er fastur í PC world eins og er er það ekki option, ég hef verið að leika í BuzzMachines en fynnst tracker umhverfið alltaf soldið heftandi, einnig hef ég tékkað á Audiomulch en leist ekki of vel á það, samt gaman að búa til ýmiskonar pattern í því og fokka í þeim.
Ég lék mér aðeins í ProTools um daginn og það var nokkuð gaman, mikil vinna, en nokkuð þægilegt umhverfi. En þar sem ég er bara fátækur námsmaður sé ég ekki fyrir mér að eignast það í bráð.
Því spyr ég bara hvað eru menn að nota og hvað er að virka?
Það sem ég er heitastur fyrir þessa dagana eru algorithmic composition, probablilty dót, földunar dót (en ég geri það bara í matlab) og að spila pattern af ákveðinni lengt hraðar og hægar þ.a. heildar lengdin breytist ekki en bara innbyrgðis afstaða hluta.
út
aeon