Tjald var fyrir sviðinu og á slaginu níu hljómuðu fyrstu tónarnir, hún lætur ekki að sjer hæða, þýzka nákvæmnin. Þeir fóru í gegnum forleikinn fyrir luktum tjöldum, en svo var kveikt á kösturum sem varpaði skugga þeirra á tjaldið, kaplakrikinn hristist í fagnaðarlátunum.
Tjaldið var dregið frá og fjórir snyrtilegir menn blöstu við. Í svörtum jakkafötum, í rauðum skyrtum og með svört bindi stóðu þeir hver við sitt púlt. Krafkyrrir töfruðu þeir fram tóna með frovitnilegum handahreyfingum auk þess sem tveir þeirra stigu pedala í gólfinu, af ítrustu vandvirkni.
Strax í fyrsta laginu var ég heillaður, enda engin smá sýning í gangi fyrir aftan þá, sem var í skemmtilegu mótvægi við þessa fjórar myndastyttur. Með laginu Radioactivity var svo ekki aftur snúið, þá var maður dáleiddur, og hefði Ralf sagt mjer með seyðandi röddinni sinni að skera mig á háls, hefði ég gert slíkt.
Eitt skiptið taldi hann í: Eins, Zwei, Drei. Lagið sem fylgdi á eftir var Das Model. Það er ótrúlegt hvað tónlist getur haft mikil áhrif á mann.
Eftir tæplega einn og hálfan tíma af spileríi stigu þeir af sviðinu. Voru þeir vitanlega klappaðir upp, enda höfðu flestir tónleikagestir haldið bókhald og vissu að þeir áttu nokkur lög upp í erminni.
Í uppklappinu og tóku þeir Computerworld og Tascehnrechner og söng Ralf bæði á Þýsku og Ensku. Voru þeir og með bindi með blikkljósum. Svo var dregið fyrir og enn klappaði krikinn.
Tíminn leið og eftir hátt í fimm mínútur af klappi fór stef í gang sem allir þekktu. Flassarinn fór að blikka og á tjaldinu blöstu við skuggarnir af fjórum vjelmennum. Þetta var andartak sem mig hefur langað til að sjá í mörg mörg ár, The Robots flutt live, af vjelmennum.
Loks hvarf tjaldið og við blöstu vjelmennin með frosna og alvarlega svipi eiganda sinna. Tvímælalaust eitt af eftirminnilegustu augnarblikum minnar hunds og kattartíðar.
Að laginu loknu hjeldu margir að ballið væri búið, en svo var nú aldeilis ekki, þeir áttu eftir að birtast einu sinni enn og það í grænum neonbúningum.
Ótrúlegir tónleikar.
Tölulegar staðreyndir:
fullar unglingsstelpur: 0
Feitir gaurar með glostick: 1
Gaurar á e: 2
útúrdrukknar húsmæður: 1
Fýla af sólskinssígarrettum: megn
Vjelmenni: 4
Skemmtun: gríðarleg
Og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.